Fred Willard látinn
Leikarinn og grínistinn Fred Willard lést í fyrradag, 86 ára að aldri. Hans er minnst af miklum hlýhug af öllum sem þekktu hann.


Bandaríski grínistinn Fred Willard lést í gærmorgun af náttúrlegum orsökum og var andlát hans friðsælt eins og sagði í yfirlýsingu sem dóttir hans, Hope Mulbarger, sendi frá sér. Þar með er genginn einn ástsælasti gamanleikari Bandaríkjanna.
Fred Willard hóf ferill sinn sem uppistandsgrínisti í Los Angeles á sjötta áratug síðustu aldar og landaði sínu fyrsta kvikmyndahlutverki 1967. Á næstu tíu árum tók hann að sér allt sem bauðst í bæði kvikmyndum og sjónvarpsþáttum með fram uppistandinu.
Það var svo árið 1977 sem hann sló í gegn í sjónvarps- og spjallþáttunum Fernwood Tonight og varð heimilisvinur bandarískra sjónvarpsáhorfenda. Upp frá því varð hann tíður gestur í mörgum helstu grín- og spjallþáttum Bandaríkjanna. Aðeins eru nokkrir dagar síðan hann kom síðast fram í þætti Jimmy Kimmels.
Hróður Freds byrjaði að berast út fyrir landsteina heimalandsins árið 1984 þegar hann lék í myndinni This Is Spinal Tap eftir Rob Reiner. Þar hitti hann í fyrsta sinn leikstjórann Christopher Guest sem seinna átti eftir að ráða hann til leiks í fimm mynda sinna, Waiting for Guffman, Best in Show, A Mighty Wind, For Your Consideration og Mascosts, en sú síðastnefnda var gerð 2016.
Þess utan lék Fred í þekktum myndum eins og Silver Streak, Roxanne, High Strung, Harold & Kumar Go to White Castle, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy og fleirum en var þó alltaf uppteknastur alla tíð af leik í mörgum af þekktustu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna auk sviðsleiks og uppistands.
How lucky that we all got to enjoy Fred Willard’s gifts. He is with his missed Mary now. Thanks for the deep belly laughs Mr. Willard. Best in Show (7/11) Movie CLIP – Judging the Hounds (2000) HD https://t.co/wPrbk9VjWI via @YouTube
— Jamie Lee Curtis (@jamieleecurtis) May 16, 2020
There was no man sweeter or funnier. We were so lucky to know Fred Willard and will miss his many visits https://t.co/joHM39o8k4
— Jimmy Kimmel (@jimmykimmel) May 16, 2020
One of my favorite lines in a movie ever was delivered by Fred Willard in BEST IN SHOW, after a naughty dog went after the judge: “He went after her like she was made of ham.” This man was so brilliant and he elevated the flicks and TV shows in which he popped up. RIP, Funny Man! https://t.co/jEmDS0T9n8
— KevinSmith (@ThatKevinSmith) May 16, 2020
Fred Willard was the funniest person that I’ve ever worked with. He was a sweet, wonderful man.
— Steve Carell (@SteveCarell) May 16, 2020
Mynd: Kathy Hutchins / Shutterstock.com