Fréttanetið fagnar tveggja mánaða afmæli sínu í dag, en vefmiðillinn fór í loftið þann 3. maí síðastliðinn.

Við sem stöndum að Fréttanetinu bjuggumst ekki við neinu. Við vildum búa til og þróa vefmiðill sem myndi safna saman ýmsu efni sem Íslendingar eru að framleiða; hlaðvörpum, pistlum og myndböndum í bland við ýmsar fréttir utan að heimi, skemmtileg próf sem reyna á heilann, stjörnuspá og margt fleira.

Það er vægt til orða tekið að segja að Fréttanetið hafi slegið í gegn, nánast frá fyrsta degi. Heimsóknarfjöldinn dag hvern kemur okkur sífellt á óvart og nú, tveimur mánuðum eftir opnun, getum við stolt sagt frá því að um og yfir tíu þúsund notendur skoða síðuna á degi hverjum. Okkur finnst það ótrúlegur árangur og erum endalaust þakklát ykkur, kæru lesendur.

Við ætlum að sjálfsögðu að halda áfram að þróa þennan nýja vefmiðill og fögnum öllum ábendingum á netfangið hallo@frettanetid.is. Einnig viljum við benda á að við erum sífellt á höttunum eftir spennandi efni frá Íslendingum og erum afar opin fyrir því að bæta fólki við í okkar skemmtilega og fjölhæfa hóp.

Við, stofnendur Fréttanetsins, erum einnig svo þakklát fyrir það fólk sem stendur með okkur í þessu og hefur lagt mikið á sig í framleiðslu efnis fyrir lesendur. Án þessa fólks væri Fréttanetið ekki það sem það er í dag.

Við horfum björtum augum til næstu tveggja mánaða, sem og lengra fram í tímann og teljum að Fréttanetið sé komið til að vera.

Enn og aftur segjum við takk! Takk fyrir að lesa og vera með okkur. Takk fyrir að leyfa þessum litla vefmiðli að blómstra.

Að gamni fylgja hér fyrir neðan 5 mest lesnu fréttir Fréttanetsins frá upphafi:

1. sæti

Kyssti deyjandi föður á ennið og fyrirgaf honum

2. sæti

Einn besti dagur í lífinu mínu var líka einn sá versti

3. sæti

Brúðguminn gerði brúðina orðlausa á stóra daginn – Dansaði við lag Daða Freys

4. sæti

Taktu prófið – Myndir þú ná ökuprófinu í dag?

5. sæti

Taktu prófið – Það er nær ómögulegt að ná öllu rétt