Við lifum á fordæmalausum tímum og framtíðin er óviss. Jólin eru handan við hornið og fylgifiskur hátíðanna eru jólatónleikar af ýmsu tagi. Fréttanetið er í gjafastuði og ætlar að gefa lesendum miða á jólatónleikana Las Vegas Christmas Show með engum öðrum en Geir Ólafssyni.

Um er að ræða jólatónleika á heimsmælikvarða sem fara fram í Gamla Bíói 3., 4. og 5. desember næstkomandi ef heimsfaraldur COVID-19 leyfir. Geir er hvergi banginn og hefur fulla trú á að hægt verði að njóta ljúfra jólatóna þessi þrjú kvöld, í hæfilegri fjarlægð frá hvort öðru að sjálfsögðu.

Stórhljómsveit Grammy verðlaunahafans Don Randi ásamt íslenskum og erlendum
stórsöngvurum og gestastjörnum syngja inn jólin með Geir, en tónleikarnir hafa öðlast sérstakan sess í íslensku jólatónleikaflórunni og hafa færri komist að en vildu undanfarin ár.

Fréttanetið ætlar að gefa heppnum lesenda miða fyrir tvo á tónleikana ásamt kvöldverð. Þá ætlar Fréttanetið einnig að gefa öðrum heppnum lesendum miða á tónleikana. Eina sem þarf að gera er að fylgja Fréttanetinu á Facebook og merkja þann sem maður vildi bjóða með sér í þessa jólaveislu.

Miðasala og nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á tix.is.

Taktu þátt í gjafaleik Fréttanetsins og þú gætir haft heppnina með þér!

Hér fyrir neðan má sjá myndband af stórskotaliðinu sem skemmtir með Geir á tónleikunum: