Fréttastöðin CNN 40 ára
Sendi í gær frá sér samantekt á nokkrum af helstu stórfréttum síðastliðinna 40 ára. Sjáið hana hér.


Fréttastöðin CNN, sem er skammstöfun fyrir Cable News Network, er 40 ára um þesssar mundir en fyrsta fréttaútsendingin undir merkjum CNN fór í loftið 1. júní 1980.
Segja má að stöðin hafi brotið blað í sjónvarpssögunni á tvennan hátt. Annars vegar varð hún fyrsta sjónvarpsstöðin sem eingöngu sendi út fréttir og fréttatengt efni og hins vegar varð hún fyrsta sjónvarpsstöðin sem sendi út fréttir 24 klst. á sólarhring.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði sjálfsagt verið fagnað í höfuðstöðvum CNN í Atlanta, Washington, New York og Los Angeles en vegna ástandsins í Bandaríkjunum, sem nú verður alvarlegra með hverri klukkustund, hefur upprifjunar- og umræðuþáttum um sögu stöðvarinnar verið frestað og fréttaflutningur af þróun mála í landinu settur í forgang.
Til upprifjunar var þó eftirfarandi myndband frumsýnt í gær en það inniheldur nokkrar af helstu stórfréttum CNN frá upphafi: