Á köldum vetrarkvöldum er dásamlegt að hjúfra sig undir teppi með góða bók eða nærandi sjónvarpsefni og gæða sér á einhverju lostæti sem lýsir upp skammdegið.

Hér fyrir neðan er æðisleg uppskrift að jarðarberja sorbet, en í hann þarf aðeins tvö hráefni. Fullkomið kvöldsnarl!

Jarðarberja sorbet

Hráefni:

455 g fersk jarðarber (má nota frosin)
1/4 bolli hunang

Aðferð:

Ef notuð eru fersk jarðarber þá er kjarninn tekinn úr þeim og þau skorin í helminga. Síðan eru jarðarberin fryst. Því næst eru berin sett í matvinnsluvél ásamt hunangi og blandað þar til blandan er kekkjalaus. Blöndunni er vippað í ílát og sett í frysti þar til ísinn er gaddfreðinn. Einfalt!