The Last of Us Part II The Last of Us Part II er framleiddur af tölvuleikjafyrir-tækinu Naughty Dog fyrir PlayStation 4 og er samkvæmt könnunum sá leikur sem PS4-spilarar um allan heim bíða nú eftir með hvað mestri eftirvæntingu.

Leikurinn gerist fimm árum eftir að aðalpersónurnar, þau Joel og Ellie, komust á áfangastað í fyrri leiknum eftir æsispennandi og viðburðaríka ferð yfir Bandaríkin.

Þau hafa nú sest að í Jackson í Wyoming-ríki ásamt nokkrum öðrum eftirlifendum heimsplágunnar sem breytti stærstum hluta mannskyns í uppvakninga, eða „hina sýktu“ eins og þeir eru kallaðir í leiknum. Auðvitað vofir sú hætta alltaf yfir að hinir sýktu brjóti sér leið inn á svæðið en varnirnar eru sterkar og flestir eftirlifendur undir það búnir að takast á við hugsanlega ógn.

Þau Joel og Ellie búa því við eins mikið öryggi og hægt er búa við miðað við aðstæður.

En auðvitað á allt eftir að breytast þegar alvarlegur atburður verður til þess að Ellie ákveður að halda á ný út í óvissuna … og takast á ný við hætturnar sem þar leynast við hvert fótmál.

Sjáið stikluna úr The Last of Us Part II hér fyrir neðan en hún ber það með sér að starfsmenn Naughty Dog hafa ekki setið auðum höndum í þau sjö ár sem það tók að klára leikinn!

Mynd: Felix LichtenfeldPixabay