Gin & Tonic bollakökur
Innblásnar af mínum uppáhalds drykk.


Þessar bollakökur voru innblásnar af mínum uppáhalds áfenga drykk – nefnilega Gin & Tonic. Ég hreinlega elska Gin & Tonic, sérstaklega á sumrin þegar sólin skín og lífið er einhvern veginn miklu auðveldara.
Uppskriftin er einföld þannig að skál í boðinu í trylltum bollakökum!
Gin & Tonic-bollakökur
Kökur:
2 1/4 bolli hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk salt
börkur af 1 læm (rifinn)
12 msk mjúkt smjör
1 1/4 bolli sykur
3 stór egg
safi úr 1 læm
1/4 bolli Tanqueray Gin
1 bolli Tonic
Krem:
225 g mjúkt smjör
4 bollar flórsykur
börkur af 1 læm (rifinn)
safi úr 1/2 læm
2 msk Tonic
2 msk Tanqueray Gin
Kökur:
Hitið ofninn í 180°C og takið til 20-24 bollakökuform. Blandið hveiti, lyftidufti, salti og berki saman í lítilli skál. Hrærið smjör og sykur vel saman í annarri skál og bætið síðan eggjunum saman við, einu í einu. Blandið læmsafanum og gininu saman við smjörblönduna og hrærið vel saman. Skiptist síðan á að blanda þurrefnunum og Tonic saman við smjörblönduna þar til allt hefur blandast vel saman. Deilið deiginu á milli möffinsforma og bakið í 18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna og skellið síðan á þær kremi.
Krem:
Þeytið smjörið í 2-3 mínútur og bætið síðan flórsykrinum saman við. Blandið restinni af hráefnunum saman við og hrærið vel í 2-3 mínútur eða þar til blandan er orðin létt og ljós. Skellið kreminu á kökurnar og ef þið viljið getið þið skreytt þær með smá meiri læmberki.