Gítar Kurt Cobain til sölu
Gítarinn sem Kurt Cobain notaði á órafmögnuðu MTV tónleikunum er á leiðinni á uppboð


The Guardian segir frá því að gítarinn sem Kurt Cobain notaði í frægum órafmögnuðum tónleikum Nirvana í New York árið 1993 sé á leiðinni á uppboð. Áætlað byrjunarverð gítarsins er ca. 150 miljónir íslenskra króna. Tónleikarnir fóru fram um 5 mánuðum fyrir dauða Kurts Cobain. En hann lést einungis 27 ára gamall.
Gítarinn er aðalnúmer “Music Icon“ viðburðarins á vegum Julien‘s uppboðshússinn í Beverly Hills og mun það fara fram dagana 19. og 20. Júní. Það mun bæði fara fram á staðnum og í gegnum Internetið.
Darren Julien, forset uppboðshússins segir að þeir séu gríðarlega stoltir af því að geta boðið upp á þennan merkilega grip enda eigi þessir tónleikar sér stóran sess í rokktónlistarsögunni.
Gítarinn sem er af tegundinni 1959 Martin D-18E kemur í upprunalegum gítarkassa og á honum er merkimiði fyrir Feel of the Darkness plötu pönk hljómsveitarinnar Poison Ideas
Á síðsta ári var gollan sem Cobain var í á sömu tónleikum seld hjá Juliens fyrir andvirði um 50 miljón íslenskra króna