Það eru margir snillingar þarna úti að gera allskonar fínt og ég ákvað að setja saman smá lista og deila með ykkur.

SV.art 

SV.art er trésmíðaverkstæði staðsett í Garðabæ. Þeir gera allt frá húsasmíði, húsgögn og niður í skartgripi. Ekkert verk er of stórt eða smátt. En það sem ég vil helst sýna ykkur er ótrúlega fallega gjafavöru línan þeirra.

 

Skurðarbretti úr hnotu
Eggjabikar
Slaufur tálgaðar úr fallegum við.

Kirsuberjatréð

Hópur af listakonum reka þessa skemmtilegu búð í hjarta miðbæjarinns. Þar er að finna allskonar fallegt í jólapakkann.

Bullart

Örn Viðar hefur notatst við nautabein frá nautabónda í kjósinni og handskorið falleg hálsmen út úr þeim.

uxidesign@gmail.com

 

Bullart

 

Sarkanyworks

Sarkany gerir allskonar skemmtilegar myndir og skreytir föt og innkaupapoka. Svo er hún lika með þessa flottu eyrnalokka.

 

Sólheimar

Sólheimar hafa alla tíð lagt mikla áherslu á handverk, notkun náttúrulegs hráefnis, endurnýtingu og endurvinnslu. Allar vinnustofur Sólheima hafa þetta leiðarljós, um leið og þær bjóða íbúum Sólheima fjölbreytt störf þar sem skapaðar eru fallegar og handgerðar vörur.

 

 

Kakóa

Handgert súkkulaði frá Kakóa verður fáanlegt frá 3.Nóv í Matarbúrinu í Krónunni Lindum og Selfossi.

 

G. Ísfeld Handverk

Einstaklega fallega útskorin bein og horn notuð í sköft á hnífum og spöðum.

 

Ástríða 

Allskonar fallegt handprjónað.