Veitingahúsmógúllinn Guy Fieri og leikarinn Bill Murrey ætla á föstudaginn næsta að keppa í því hvor býr til betra Nachos.

The Nacho Average Showdown“ verður sýnt í beinni útsendingu og er tilgangurinn sá að safna peningum fyrir styrktarsjóð Fieri “Restaurant Employee Relief Fund” sem er ætlað að styrkja starfsmenn veitingastaða sem hafa lent í tekjutapi vegna lokana tengdum Covid vírusnum. Sjóðurinn mun bjóða fólki að sækja um 500 dollara styrk og mun allt sem safnast renna óskipt í sjóðinn. En um 8 miljón veitingahússtarfsmenn eru nú atvinnulausir  í Bandaríkjunum. Keppnin verður sýnt beint á facebook síðu Food Network sjónvarpsstöðvarinnar  klukkan 13 á íslenskum tíma næsta föstudag. Dómararnir í keppninni verða leikarinn Terry Crews sem margir þekkja úr þáttunumm Brooklyn Nine Nine ásamt fyrrum NBA körfubolaleikaranum Shaquille O’Neal

 

 

Mynd tekin af youtube