Guy Fieri og Bill Murrey keppa um hvor býr til betra Nachos
Terry Crews úr Brooklyn Nine Nine og Shaquille O'Neal munu dæma


Veitingahúsmógúllinn Guy Fieri og leikarinn Bill Murrey ætla á föstudaginn næsta að keppa í því hvor býr til betra Nachos.
„The Nacho Average Showdown“ verður sýnt í beinni útsendingu og er tilgangurinn sá að safna peningum fyrir styrktarsjóð Fieri “Restaurant Employee Relief Fund” sem er ætlað að styrkja starfsmenn veitingastaða sem hafa lent í tekjutapi vegna lokana tengdum Covid vírusnum. Sjóðurinn mun bjóða fólki að sækja um 500 dollara styrk og mun allt sem safnast renna óskipt í sjóðinn. En um 8 miljón veitingahússtarfsmenn eru nú atvinnulausir í Bandaríkjunum. Keppnin verður sýnt beint á facebook síðu Food Network sjónvarpsstöðvarinnar klukkan 13 á íslenskum tíma næsta föstudag. Dómararnir í keppninni verða leikarinn Terry Crews sem margir þekkja úr þáttunumm Brooklyn Nine Nine ásamt fyrrum NBA körfubolaleikaranum Shaquille O’Neal
