Lewis Hamilton stimplaði nafn sitt af krafti í sögu Formúlu 1 með því að vinna 92. Grand Prix mót sitt og verða sigursælasti F1 ökuþór allra tíma í Portúgal á sunnudag. Liðsfélagi hanns Vaitteri Bottas var í öðru sæti og kom í mark 25,5 sekúndum á eftir Hamilton sem þykir ansi stór munur.

Gamla metið átti Michael Shumacher en hann náði 91. sigri á sínum ferli.

Hamilton byrjaði F1 feril sinn árið 2007 þegar hann byrjaði að keyra fyrir McLaren.  Hann gerði svo samning við Mercedes 2013 og hefur keyrt með þeim síðan með ótrúlegum árangri.