Íslendingar voru fljótir að taka við sér þegar ný reglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi þann 21. Apríl 2020 sem heimilar innfluttning og ræktun iðnaðarhamps. Samkvæmt lögum evrópusambandsins hefur verið löglegt síðan árið 2000 að rækta hamp svo lengi sem THC magnið í plöntunni fari ekki yfir 0,2%. Hægt er að fá svokallað mst-númer frá MAST ef skilað er inn vottorði frá framleiðanada fræjanna.

Iðnaðarhampur er nýttur á ótrúlega marga og ólíka vegu og hátt í 25 þúsund mismunandi vöruflokkar framleiddir úr honum. Úr trefjum hamps er til dæmis búinn til pappír og vefnaðarvara. Fyrstu Levi‘s gallabuxurnar voru saumaðar úr striga sem var ofinn úr hampi og markaðssettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru.

Hampfélagið var stofnað í september 2019  af þeim Þórunni Þórs Jónsdóttur, Sigurði Hólmar Jóhannessyni og Gísla Ragnari Bjarnarsyni. Hampfélagið eru samtök stofnuð til að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps fyrir betri og sjálfbærari framtíð.Fyrsta málþing Hampfélagsins var haldið 2. október 2019 á Grand Hotel Reykjavík. Umfjöllunarefnið varðaði nytsemi og möguleika hampsins fyrir íslenskan iðnað. Fullt var út að dyrum og komust færri að en vildu. Hér má sjá og hlýða á fyrirlestra er fluttir voru á málþinginu.

Hér er hægt að skrá sig í hampfélagið og fylgjast með fréttum úr iðnaðinum.

Þórunn, ein af stofnendum Hampfélagsins flakkar ium landið og fylgist með uppskerunum.

Fjölmargir settu niður fræ í vor og eru á fullu þessa dagana að vinna úr uppskeru sumarsins og það er allskonar tilraunastarfsemi komin í gang um allt land. Hjónin í Gautavík eru að gera góða hluti úr uppskeru sinni. til dæmis voru þau að gera fyrsta hamp pappírinn á Ísklandi, en þau framleiddu líka te og smyrsli meðal annars. Hér má lesa ítarlega grein úr bændablaðinu.

Fyrsti Íslenski Hamp Pappírinn.

 

 

 

 

 

 

 

Hampte.

 

 

Falleg uppskeran i Gautavík.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Erlendur Eiríksson kokkur í Hveragerði ræktaði hamp í garðinum hjá sér og hefur meðal annars gert tilraunir með vegan ost.

 

 

 

 

 

Tilraunir með battery úr hampi sýna að þau geti verið betri en lithium.

Research Shows Batteries Made From Hemp Are Superior to Lithium, Graphene