Þeir sem mæta reglulega í leikfimitíma kannast eflaust við æfinguna burpees, sem reynir á snerpu, stökkkraft og styrk.

Þjálfarar skiptast í tvær fylkingar varðandi burpees. Sumum finnst æfingin algjörlega frábær og tilvalin til að ýta iðkendum lengra og lengra. Öðrum finnst hún alls ekki góð þar sem hún geti leitt til alvarlegra meiðsla ef hún er ekki rétt gerð.

Einkaþjálfarinn Charlee Atkins er ein af þeim sem er á móti burpees og birtir myndband á Instagram þar sem hún kynnir fimm æfingar sem gera alveg jafn mikið gagn og burpees.

Þeir sem hata burpees ættu að fylgjast vel með hér fyrir neðan: