Heimaæfingar handa þér næstu daga
Nú getur þú hitað upp fyrir opnun líkamsræktastöðvanna á mánudaginn.


Eins og flestir vita munu líkamsræktastöðvar opna á ný næstkomandi mánudag. Það eru allir (og mamma þeirra) jafn spenntir að hnykla vöðva og hitta ræktarfélagana eftir langa pásu og virðast allir tímar vera að fyllast á flestum stöðum.
Það eru þó mjög margir sem hafa ekki látið lokanirnar á sig fá og upp spruttu margir Facebook hópar þar sem fólk aðstoðaði hvort annað við að sinna líkama og sál á meðan samkomubannið gekk yfir. Einn af hópunum heitir Home Class, en þar tóku nokkrir kennarar sig saman úr World Class í Mosó að frumkvæði Guðbjargar Fanndal og settu inn æfingar sem fólk lék eftir.
Erla Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Össur og kennari í World Class Mosó sinnti sínu fólki vel Í Home Class hópnum og hún var svo yndisleg að gefa okkur leyfi til að setja nokkrar æfingarnar hérna inn, svo þið getið farið á fullt fram yfir helgi þar til tekið verður úr lás.
Við fundum viðeigandi myndbrot á Youtube fyrir hverja æfingu til að einfalda þetta enn frekar og vert er að nefna að þetta er mun erfiðara í framkvæmd heldur en lítur út á blaði. Þið smellið á hverja æfingu til að fá upp myndbandið.
Gott er að hita upp áður en hafist er og hér er góð æfing frá Erlu sem þú getur byrjað á áður en æfingin hefst.
Upphitun
30sek hver æfing x2
Hlaupa á staðnum
Hnébeygjur
Axlahringir
Mountain Climbers
Æfing 1
4-6 umferðir
8 x á fót Framstigshopp
20 x Sprawl
30 x Mjaðmalyftur
12 x Pike Push-ups
8 x á hlið Hliðarplanki olnbogi í hné
Æfing 2
AMRAP 25 mín (þið gerið þessar æfingar allar í 25 mínútur (heildartími æfingar) eins oft og þið getið)
Æfing 3
Æfingin er pýramidi, gerum 3x hverja æfingu svo 5x, 7x osfrv.
3-5-7-9-12-15-12-9-7-5-3
Armbeygjur
Framstigshopp (hægri+vinstri = 1)
Hjólakviðkreppur (hægri+vinstri =1)
Ganga í planka og snerta axlir (ganga niður í plankastöðu, snerta axlir og ganga tilbaka í standandi stöðu = 1)
Hnébeygjuhopp
Planki og draga hné að bringu
Til hamingju ef þú tókst þátt í þessu með okkur. Nú átt þú skilið að skella þér á barinn en þeir opna einmitt á mánudaginn. Á hádegi. Klukkan 12.00