Sjónvarpsþátturinn Cobra Kai hefur vakið mikla lukku á Netflix, en í seríunum þremur er fylgst með því sem gerist eftir Karate Kid-myndirnar sem vöktu mikla lukku á níunda áratug síðustu aldar.

Sökum vinsælda þáttanna hefur Netflix gefið út tvö myndbönd með heimaæfingum í anda þáttanna.

Annað myndbandið einblínir á innri frið og jafnvegi í anda Herra Miyagi, en hin æfingin sem sjá má hér fyrir neðan er akkúrat í hina áttina.

Um er að ræða heimaæfingu sem enginn annar en líkamsræktargúrúinn Billy Blanks stjórnar. Þessi heimaæfing hlífir engum, en nánast engan búnað þarf til að taka vel á því með Billy Blanks.

Prófið æfinguna hér fyrir neðan og sjáið hve vel þið mynduð standa ykkur í æfingum fyrir seríu eins og Cobra Kai: