Húsgagnabólstrarinn Estelle Bison, frá Manchester í Englandi, hefur allt frá námsdögum sínum verið ástfangin af öllu gömlu og góðu frá fyrri tíð, og eyðir gjarnan mörgum klukkustundum í senn við að finna gamla muni, hvort sem er á uppboðum, eBay eða flóamörkuðum.

Þegar hún flutti fyrir fimm árum inn á nýtt heimili sitt ásamt manni sínum og fjögurra ára syni ákvað Bison að leyfa þessari þráhyggju að leika lausum hala. Hún hefur nú málað allt húsið í björtum  appelsínugulum og grænum litum. Hún hefur einnig meira og minna sleppt því að kaupa nútímalega hluti — fyrir utan Hoover-ryksugu og dýnu.

Allt annað inni á heimilinu, frá diskókúlunum inni á baðherberginu til upprunalegu tímaritanna sem staflað er við hliðina á geimaldarsjónvarpinu, kemur beint frá áttuganda áratugnum. Þó mikið sé um dýrðir áætlar Bison þó að heildarkostnaðurinn sé ekki mikið meira en 1500 pund (270.000kr), þar sem allt hafi verið fengið notað.

„Ég byrjaði að safna 1990 þegar ég var þrettán ára gömul, og svo bara vatt þetta upp á sig þaðan,“ sagði Bison. „Svo þegar ég var í háskóla þá var oft hægt að grípa hitt og þetta smálegt frá áratugnum úti á götu þegar fólk var að hreinsa til í geymslunum hjá sér.“

„Ég elska listlíki („kitsch“), ég er dálítill segull á það. Allt sem er dálítið út í bláinn, gullslegið, gljáfægt, marglitað… bara því skringilegra, því betra. Þess vegna er ég með höggmyndir af tígrisdýrum og flamingófuglum.“

„Hlutir voru gerðir til að endast á þeim tíma, til að hægt væri að gera við þá frekar en henda þeim,“ bætti hún við.

Á heimilinu má einnig finna aragrúa vínilplatna og litríka sýrurokkstengda list, veggfóður með blómamynstri, Keracolour-sjónvarp sem er eins og klippt út úr Austin Powers, og appelsínugul ljós. „Ég rekst yfirleitt á hluti þegar ég er ekki einu sinni að leita að þeim,“ sagði Bison, „eins og borðstofuborðið og geimaldarrúmið mitt.“

Þrátt fyrir að vera svona trú áttunda áratuginum hefur hún þó ekkert á móti nútímatækni. „Við eigum nútímasjónvarp — það er í raun nauðsynlegt ef þú átt barn. Við eigum snjallsíma og fartölvur líka. Við búum ekki á áttunda áratugnum, okkur líkar bara stíllinn.“

Sjáið Instagram-síðu heimilisins hér, og fáið skoðunarferð um diskóbaðherbergið þar fyrir neðan:

View this post on Instagram

Did you know we're in the midst of International Wallpaper Week? . What better time to show you a sneak preview of our new Yootha design in Tangerine. . Inspired by the 70s, made by modern techniques, at one of the oldest manufacturers in the UK, made in the heart of Lancashire. . Wallpaper for your retro or modern home. . I have to say popping it against the new chocolate brown walls today gave me a 🍆 . Hoping to launch very soon, if you want to sign up to our mailing list the link is in the bio and I'll add a swipe up to stories. . #70shousemanchester #manchester #70sinteriordesign #70swallpaper #70sstyle #70sdecor #yootha #70shousemanchesterwallpaper #internationalwallpaperweek #wallpaper #decoration #iww2020 #diy #decorating #interiordesign #orange #chocolate #loveyourhome #moreismoredecor #sodomino #atomicranch #seventies #seventiesstyle #sixties #retrodecor #retro #midcenturyhome #midcenturystyle #midcenturyliving

A post shared by Estelle Bilson (@70shousemanchester) on