Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að innra starf Samfylkingarnar sé ansi veikburða og það þurfi að blása lífi í aðildarfélög Samfylkingar út um allt land.

„Ég lít svo á að ég geti mögulega hnoðað lífi í þau og virkjað þau betur á næstu mánuðum,“ segir Helga Vala Helgadóttir í hlaðvarps þættinum Arnarhóll, sem hefur nú göngu sína á Fréttanetinu.

Helga Vala býður sig fram í varaformanns embætti Samfylkingarinnar gegn sitjandi varaformanni og borgarfulltrúa í Reykjavík, Heiðu Björgu Hilmisdóttur, á næsta landsfundi flokksins þann 6. og 7. nóvember.

Helga bendir á að mörgum finnist forysta Samfylkingar ekki vera nógu sterk. „Innra starfið hefur verið vanrækt og það er auðvitað varaformaðurinn sem ber ábyrgð á því,“ segir Helga Vala.

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Völu á Arnarhól í heild, en umræðan um varaformannsslaginn byrjar á 48. mínútu.

Arnarhóll · Helga Vala Helgadóttir