Lindsey Bishop, fertug kona frá Altrincham á stórborgarsvæði Manchester í Englandi, fann fyrir verk í hægra brjósti í október árið 2016 þegar hún var að æfa til að missa nokkur kíló eftir barnsburð. Bishop hélt að verkurinn stafaði af íþróttahaldaranum sem passaði ekki nógu vel en annað kom á daginn.

„Ég var búin að vera að æfa til að losna við barnakílóin og ég skrifaði verkinn á að brjóstin væru að hreyfast um í haldara sem passaði ekki. En í janúar, eftir andvaka nótt með Ivy, og eftir að mig byrjaði að vekja mikið þegar ég setti á mig svitalyktareyði, hringdi ég í mömmu og sagði: EItthvað er ekki í lagi. Hún sagði mér að fara til læknis. Heimilislæknirinn fann ekki hnút en sagði mér að fara í krabbameinsskoðun,“ segir Bishop í samtali við breska blaðið Metro.

Bishop, sem á dæturnar Ivy og Isla, hafði ekki miklar áhyggjur og íhugaði meira að segja að hætta við tímann í skoðun.

„Ég tók þetta einfaldlega ekki alvarlega.“

Bishop tók krabbameinsskoðunina ekki alvarlega.

„Ég var berskjölduð“

Eftir skoðunina kom í ljós að Bishop væri með brjóstakrabbamein. Hún þurfti að fara í lyfjameðferð, fjarlægja þurfti brjóstið og þurfti hún einnig að fara í geislameðferð. Hún byrjaði í lyfjameðferð þann 17. mars árið 2017. Hún fór sex sinnum á spítala í meðferðina og segist hafa verið illa búin undir það andlega og líkamlega álaga sem fylgir meðferðinni. Hún lá í rúminu í fimm daga eftir hvert skipti og fann fyrir miklum kvíða.

„Ég gat ekki tekist á við þetta gríðarlega stóra verkefni. Ég var berkskjölduð. Ég var á vondum og dimmum stað,“ segir hún.

„Börnin mín hjálpuðu mér að komast í gegnum þetta.“

Í miðri meðferð í júní fékk Bishop góðar fréttir – meinið hafði minnkað.

„Þó þetta væru frábærar fréttir þá gat ég ekki séð það. Ég var bara reið og hrædd. Ég sagði ekki einu sinni mörgum frá því. Ég fór bara í skólann með dóttur mínar með hárkollu og hatt og enginn vissi af þessu.“

Laus við meinið

Bishop var í lyfjameðferð fram í ágúst og þá var brjóstið fjarlægt. Aðgerðin gekk vel en Bishop fékk sýkingu í skurðinn og þurfti að leggja inn á spítala. Í september gekkst hún undir tuttugu skipti af geislameðferð. Þá hitti hún sálfræðing sem hjálpaði henni að takast á við ástandið.

Bishop ásamt eldri dóttur sinni, Isla.

„Það hefur tekið mig langan tíma að geta talað um þetta. Eftir tíu mánuði í meðferð var mér sagt að þetta hefði gengið eins og í sögu. Mér fannst ég mjög heppin. Meðferðin bjargaði lífi mínu. Ég gæti fylgst með dætrum mínum vaxa úr grasi. En ég var líka uppgefin og hafði áhyggjur af því að krabbameinið tæki sig upp aftur.“

Bishop deilir sögu sinni til að vekja athygli á óalgengum einkennum krabbameins.

„Við þurfum að skoða okkur reglulega og taka eftir breytingum á líkamanum þó við finnum ekki hnúð. Þegar að dætur mínar verða eldri mun ég kenna þeim eftir hverju á að leita og hvernig á að skoða sig sjálfan.“