Kolefnisfótspor af því að framleiða einn bíl er um 10 tonn, og svo mun sá bíll keyra og brenna olíu í einhver ár. Hvað ef það væri hægt að gera bíl með neikvæðu kolefnisfótspori.

Henry Ford byggði bíl úr hampplasti árið 1941.Þar sem hampur étur upp kolefni og breytir í súrefni er framleiðslan allavega komin á núll í kolefnisspori.  Bíllinn gekk fyrir metangasi sem var að mestu unnið úr hampi en gat notast við nánast hvaða landbúnaðarúrgangi sem er. Hanns draumur var að notast við sem mest af plöntum við framleiðslu og sem eldsneyti. 

“Why use up the forests, which were centuries in the making, and the mines, which required ages to lay down, if we can get the equivalent of forest and mineral products in the annual growth of the hemp fields?” ~ Henry Ford

Henry Ford á hampakri sínum

Jay Leno gerði þátt um fyrsta kolefnis neikvæði bílinn fyrir um ári síðan. Bruce Dietzen fjárfestir eyddi um 200.000.$ í að smíða sportbíl úr hampplasti.  útkoman er mun léttari en hefbundið trefjaplast og 10. sinnum sterkara en stál.

 

En afhverju höfum við þá ekki alltaf notað þessa aðferð. Árið 1937 bannaði Bandaríkin ræktun á hampi vegna skyldleika hanns við kannabis og þar af leiðandi ákvað Ford og aðrir að notast frekar við þá leið sem við þekkjum í dag því óvíst var hvenær banninu yrði aflétt og ekki vænlegt að framleiða bíla sem fæst ekki eldsneyti fyrir.  Vonandi mun ríkisstjórn okkar sem og annara taka við sér fljótlega og gera viðeigandi lagabreytingar svo hægt sé að notast við þessa dásamlegu plöntu frekar en að vinna hráolíu úr jörðinni til að búa til plast og brenna olíu.