Paola Agnelli og Michele D’Alpaos frá bænum Verona á Ítalíu höfðu búið á móti hvort öðru mestan hluta ævi sinnar, en höfðu aldrei hist þangað til strangar takmarkanir áttu sér stað í mars á þessu ári í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum. 

Paola kom fyrst auga á Michele eftir að skipulagðir voru tónleikar til að halda uppi stemmningu og samfélagsvitund eftir að tíu vikna útgöngubann var lagt á af yfirvöldum. Systur hennar, Lisa Agnelli, hafði verið falið að spila fiðluleikarahlutverk í lagi Queen, We Are The Champions.

“Andrúmsloftið var svo rómantískt,” sagði hún. “Um leið og ég sá hann þá var það ást við fyrstu sýn.”

Skömmu eftir tónleikana fann Paola Michele á Instagram og byrjuðu þau senn að senda skilaboð sín á milli. Samkvæmt henni skrifuðust þau á öll kvöld til árdegis. “Við áttuðum okkur fljótt á því að við deildum svipuðum gildum um lífið og tilveruna, og að það yrði traust undirstaða fyrir gott samaband. Við erum bæði ákveðið fólk, en líka tilfinninganæmt.”

Michele tók svo upp á því að mála nafn Paola á lak sem hann batt svo á efstu hæð húss síns og flaggaði svo allir gætu séð. Hittist svo parið loks í eigin persónu í maí.

Eftir hálfs árs hvirfilbyl er parið nú að skipuleggja brúðkaup sitt. Segir Michele: “Við erum að áforma athöfn á þakveröndinni hjá mér. Sem er frekar viðeigandi, þar sem við hittumst á svölunum.”