Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tækifærin
Iðnþing 2021 í beinni útsendingu 4. mars næstkomandi.


Hlaupum hraðar – slítum fjötrana og sækjum tækifærin er yfirskrift Iðnþings 2021 sem verður í beinni útsendingu fimmtudaginn 4. mars kl. 13.00-14.30. Landsmönnum öllum er boðið á þingið. Það er mikilvægt að leggja línur og hvetja til þess að störfum verði fjölgað og verðmæti aukin. Á Iðnþingi 2021 verður kastljósinu beint að þeim hindrunum sem ryðja þarf úr vegi á næstu 12 mánuðum til að mögulegt verði að sækja þau tækifæri sem geta skapað auknar gjaldeyristekjur og aukið nauðsynlega viðspyrnu í efnahagslífinu.
Hér er hægt að skrá sig.