Hollur súkkulaðiís sem slær alltaf í gegn
Þessi er æðislegur!


Hér er á ferð uppskrift af vefsíðunni Delish að súkkulaðiís í hollari kantinum sem ég mæli 100 prósent með.
Hollur súkkulaðiís
Hráefni:
3 þroskaðir bananar
1/4 bolli kakó
2 msk. hlynsíróp
1 msk. vatn
smá salt
1/4 bolli súkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Skerið banana í sneiðar, setjið í poka eða box og frystið í um 2 klukkutíma. Setjið sneiðarnar í blandara ásamt kakói, sírópi, vatni og salti. Blandið þar til allt er silkimjúkt og minnir á rjóma, eða í um 3 mínútur. Bætið súkkulaðibitum saman við og blandið vel. Setjið blönduna í form og frystið í eina klukkustund. Njótið!