Í fallegu húsi á Framnesvegi er einstök fjögurra herbergja íbúð á fjórðu hæð komin á sölu. Um er að ræða 117,7 fermetra íbúð með tvennum svölum, en ásett verð er 59,9 milljónir.

Sjáið burðarbitann.

Íbúðin er búin þremur svefnherbergjum og einu baðherbergi og hefur verið mikið uppgerð.

Hugguleg stofa.

Eldhúsið er til dæmis allt sérsmíðað og búið að opna á milli stofu og eldhúss með því að nota burðarbita. Kemur einstaklega vel út og rýmið því einstaklega bjart með fallegum bogadregnum glugga með útsýni til sjávar.

Eldhúsið er sérsmíðað.

Eins og áður segir eru tvennar svalir við íbúðina og útsýnið yfir miðborgina óviðjafnanlegt.

Æðislegt útsýni.

Allar innréttingar eru smekklegar og hönnun í fyrirrúmi í þessari fallegu eign.

Eitt af svefnherbergjunum þremur.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.