Tónlistarmaðurinn Daði Freyr streymdi sérstökum Eurovision-tónleikum til aðdáenda sinna á YouTube í gærkvöldi. Um var að ræða tónleika þar sem Daði spilaði eingöngu góð og gild Eurovision-lög.

Það má draga af því líkur að Daði Freyr hefði stigið á stóra sviðið í Rotterdam í kvöld ef Eurovision-keppnin hefði verið haldin, en henni var aflýst vegna heimsfaraldurs COVID-19. Ljóst er að Daði Freyr hefur heillað heimsbyggðina og hefur unnið hverja sárabótakeppnina á fætur annarri, svo sem í Svíþjóð og Noregi.

Sjá einnig:

Ítalía vann. Ísland líka.

Hér fyrir neðan má horfa á tónleika Daða Freys síðan í gærkvöldi í heild sinni, en tónlistarmaðurinn tók sígild lög á borð við All Out of Luck, Euphoria, Dancing Lasha Tumbai og Hatrið mun sigra ásamt sínum eigin Eurovision-lögum.

Góða skemmtun!