“Hrossastúlkan,” eins og hún hefur verið viðurnefnd, heitir réttu nafni Ava Vogel og er sautján ára gömul. Hún byrjaði að líkja eftir hestum fyrir um það bil sex árum síðan, og fyrir þremur tók hún það upp á sínar hendur að líkja eftir stökkstíl þeirra.

“Ég horfði á myndskeið af hestum og stundaði útreiðar til þess að átta mig á því hvernig hesturinn hreyfir sig og heimfærði það svo á mannlegu beinagrindina til að ég gæti notað það sjálf,” sagði Vogel við fréttastofu CBC News. “Það þurfti mikla þjálfun og endurtekningu til að byggja upp réttu vöðvana og ég þurfti að teygja mikið til að úlnliðirnir á mér væru nógu sterkir til að þola höggið.”

Vogel hefur notið mikilla vinsælda meðal netverja fyrir Instagram-síðu sína, en á henni má finna ýmis myndskeið af henni að stökkva yfir hindranir sem eru allt að 90 sentimetar háar.

“Ég þeysist um á fjórum fótum og reyni að líkja eftir hesti eins vel og ég get,” sagði Vogel. “Sumum finnst þetta mjög sérstakt og áhugavert. Öðrum þykir þetta stórundarlegt, sem ég get að sjálfsögðu skilið.”