“Within you there is a stillness and sanctuary to which you can retreat at any time and be yourself.”
Hermann Hesse

Nóvember er eilítið strembinn tími fyrir þig kæri hrútur, sér í lagi fyrri hlutinn, en þín aðalpláneta Mars er í afturgír í 12 húsi í 12 merki sem er bæði kostnaðarsöm áhrif sem og villuráfandi á margan hátt. Undir slíkum formerkjum gæti ríkt viss óvissa yfir einhverjum mikilvægum málum sökum útgjalda og einveru, og með Venusinn illa leikinn fyrri hluta nóvembermánaðar eða til sextánda nóvember og Sólina fallna í húsi sambanda getum við gert ráð fyrir erfiðleikum í samböndum – eitthvað um orkutog og mögulega valdabaráttu.

Heilsan gæti þjáðst á þessum tíma og þá sérstaklega hormónakerfi, nýru, húð og æxlunarfæri. Hiti, bólgur, sýking eða bruni væru þá orsök. Ég hvet þig til að hafa þig hægan, leitaðu þér aðstoð góðra manna með útgjöld og andlegu hliðina en þrátt fyrir þungan róður er mikil og góð aðstoð allt í kringum þig – öflug handleiðsla, góður kennari eða þerapisti.

Góðu fréttirnar eru þær að á sextánda nóvember fer allt að snúast við og mikið jafnvægi kemst á bæði heilsu og sambönd. Þeir hrútar sem standa einir eða eru einhleypir og þrá samband geta vænst þess að ástin banki uppá. Sérstaklega frá 16. nóvember til og með 11. desember. Eftir 16 nóvember skapast varnarleysi eða hræringar í kringum börnin þín – svo gættu extra vel uppá sýklavarnir í nóvember hvað þau varðar og auðvitað þig sjálfa/n.