Gríðarlegur og mögulega truflaður kraftur einkennir hrútinn allan september. Þetta er líklegt til að valda erfiðleikum, mest í samskiptum en fyrir suma hrúta gæti þetta helst sýnt sig heilsufarslega. Svipuð einkenni og hrjáir sporðdrekann gera vart við sig. Atvinnumál hafa snúist um leik og sköpun síðustu vikur en nú kemur tími þar sem skipulag verður tekið í gegn í vinnunni. Huglæg vinna eða samskiptatengd vinna verður í forgrunni.

Þú nýtur mikillar heppni og stuðnings þessa dagana elsku hrútur. Stuðningur frá kennara eða föður, og þetta gæti varðað sérstaklega útgjöld, eða einhver leyndarmál. Líklegt er að hrúturinn hafi sérstaklega mikinn áhuga á heimsspeki eða dýpri sannleika þetta árið en einhver kennsla eða þekking sem varð á vegi þínum hefur kveikt áhuga hvað þessa hluti varðar.

Dharma – eða hið svokallaða ætlunarverk sálarinnar – gerir vart við sig í atvinnumálum árið 2020 og 2021, en á þessum misserum ertu að byggja upp sterkar stoðirnar sem þú munt búa að á komandi árum. Þrekraun er jafnvel rétta orðið en uppskeran er ekki langt undan.