Þú hefur síðustu misserin verið að undirbúa og mennta þig til nýrra lífsstefnu og nú síðan í janúar farið af stað nýtt tækifæri, afar afar hægt auðvitað sökum aðstæðna en hertu upp hugann því vöxtur í frama, orðstír og atvinnumálum mun fara ört vaxandi næstu 2 árin í lífi þínu. Hafðu þó í huga að með viðveru Plútó gætu smávegis hræringar gert reglulega vart við sig en þær eru þó bara það og ekkert til að óttast. Gættu þess að halda óhræddur og ótrauður áfram þegar þú stendur frammi fyrir áskorunum.

Í byrjun júní tengist hrúturinn orku smástirnisins purvabhadrapada. Purvabhadrapada marka síðustu metra vatnsberans og táknar endalok. Þetta smástirni skapar ýmiskonar sársauka, slys og endalok og gæti júní mánuður reynst hrútnum flókin og erfiður. Táknmyndir þessa smástirnis eru ekkert annað en sverð og líkkista og táknar upphaf endaloka. Láttu þetta alls ekki hræða þig elsku hrútur, en líklegast útkoma þessa er að einhvers konar breytingar í tengslum við eldra systkin, vini, frænda eða félagshóp, sem er staðsetning þessa smástirnis í þínu korti. Möguleiki er að þú sért viðloðinn einhvern hóp sem sé nú að fara í gegnum breytingar og mögulega endalok, eða að uppstokkun sé í kringum vini og félaga.

Purvabhadrapada er samt sálrænt séð talið vera mjög þungur róður og ef þú upplifir þyngsli skaltu halda þér í, leita stuðnings og hugga þig við að áhrifunum lýkur strax sama mánuð, á 24. júní næstkomandi.

Margt dásamlegt leikur líka lausum hala í kringum hrútinn en með Venus sterkan í öðru húsi ásamt sól mun skapast aukning í tekjuflæði til byrjun ágúst.