„Hugsaðu um brjóstin – ekki bara barnið“
Ætli þessi verði bönnuð?


Nú styttist í Golden Globes-verðlaunahátíðina, en hún fer fram mánudaginn 1. mars næstkomandi. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa tryggt sér rándýrt auglýsingapláss á meðan á hátíðinni stendur er Frida Mom, fyrirtæki sem sérhæfir sig í hreinlætisvörum fyrir konur.
Auglýsing frá Frida Mom sem sýndi sárþjáða konu fara á salernið eftir barnsburð var bönnuð á Óskarsverðlaununum í fyrra, en nýja auglýsingin gæti fallið betur í kramið hjá viðkvæmum aðdáendum.
Í nýju auglýsingunni, sem hefur fengið nafnið Stream of Lactation, eða Mjaltastraumurinn, er fylgst með nokkrum konum og brjóstagjöf. Slagorðið er: „Hugsaðu um brjóstin – ekki bara barnið.“
Hér fyrir neðan má sjá nýju auglýsinguna:
Hér er svo auglýsingin sem var bönnuð í fyrra: