Fyrir fjórum árum bjargaði Jessica Chemin hinum níu ára gamla smáhesti Bon Jovi — sem fengið hefur gælunafnið Bonnie — úr slæmum aðstæðum og tók hann að sér. Bonnie býr nú með Jessicu og bolabítunum hennar tveimur, þeim Lolu og Nacho, í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Dýrin hafa orðið perluvinir og eyða dögum sínum í leik og samveru. Jessica náði á dögunum á myndband þegar hvuttarnir tveir gripu í fyrsta skipti í tauma Bonnie og fóru með hann út í göngutúr.

Chemin, sem er tuttugu og eins árs, er á síðasta ári í vinnustaðasálfræði við University of Cape Town-háskólann. Hún sagði um hestinn, „Hann var skírður í höfuðið á Bon Jovi vegna þess að hann var villtur til að byrja með, en hefur róast svo mikið hérna með okkur að hann er orðinn mjög heimakær.“

„Við grípum hann oft við að laumast inn í húsið af því hann veit hvar nammiskúffan í eldhúsinu er,“ sagði hún.

„Ég trúði því varla þegar ég sá Lolu og Nacho fara með Bonnie í göngutúr. Það hefur virkilega fært sambandið þeirra á næsta stig, því núna langar þeim báðum að leiða hann upp að hesthúsinu um leið og þau sjá hann beislaðan.“