Jyotisha?

Jyotish þýðir á tungumáli sanskrítar “vísindi ljóssins” sem vísar til hins stórfenglega og vísindalega forms stjörnuspeki sem á sér rætur í hinar fornu vedísku hefðir Indlands. Jyotisha er stundum kölluð vedísk stjörnuspeki, og lýsir þeim plánetustöðum á fæðingarstundu okkar sem geta gefið verðmæta innsýn inní ferðalag okkar hér á jörðu. Í gegnum vandlega skoðun þessara kosmísku áhrifa, getur jyotisha hjálpað okkur að skilja og meta styrk okkar og mótbyr svo við getum best nýtt okkur möguleika fyrir hendi. Með því að leggja línur að framtíðinni og ólíkum tímabilum í lífi okkar getur Jyotisha einnig hjálpað okkur við að taka ákvarðanir sem mest stuðla að jákvæðri framvindu. Þessi fræði veita einnig aðferðir til létta undir erfiðum tímabilum og áhrifum, sem gefur okkur aukið sjálfsöryggi til að framkalla okkar sönnu örlög sem og að skapa velgengni, hamingju og samhljóm á öllum sviðum.

Hver er munurinn á Jyotish og hinn hefðbundnu vestrænu stjörnuspeki?

Jyotish er afgerandi ólík þeim fræðum sem köllum stjörnuspeki hér í hinum vestræna heimi. Í grunninn má fyrst minnast á að í jyotisha er notast við hinn svokallaða “sidereal” dýrahring, sem er byggður á raunstaðsetningum stjörnumerkjana, eins og við sjáum þau á himnum ofan. Vestræn stjörnuspeki notast hins vegar við það sem kallast “tropical” dýrahringur sem byggist ekki á raunstaðsetningum heldur breytilegri staðsetningu sólar. Sökum eðlisfræðilegs fyrirbrigðis sem kallast “pólvelta jafndægrapunktsins” eða afar hæg breyting á öxulsnúning jarðarinnar, hafa þessar “tropical” staðsetningar smám saman fært sig um það sem samsvarar 1 gráðu 72 ára fresti.

Raunin er því sú að frá því að flest okkar fæddust, hafa þessar “tropical” staðsetningar færst því sem samsvarar 24. Í stuttu máli, er grundvallandi munur á þessum tveimur kerfum sem svarar til 24°, á upphafi og enda hvers merkis fyrir sig.

Í hefðum Jyotish er fólk heldur ekki flokkað í merki eftir sólarmerki, eins og gert er í vestrænum stjörnuspekihefðum, en í stað er notast við rísandamerkið sem er einfaldlega merkið sem er að rísa í austri á mínutunni sem þú fæðist, eins og séð frá þeim stað sem þú fæðist á. Þetta skapar bein og nákvæm tengsl á milli fæðingarinnar og allra stjarnfræðilegra staðsetninga á þeirri sömu stundu sem gefur vísbendingar um einstaklinginn sjálfan, fæðinguna hans inní heiminn, líkamann og hvernig persónan velur að sýna sig heiminum í kringum sig.

Í raun eru kerfin afar ólík og hafa bæði sína veikleika og styrkleika. Þeir stjörnuspekingar sem hafa sýnt mestu og nákvæmustu færni til spádóma  hafa náð að tileinka sér bæði kerfin og kunna vel á annmarka og styrkleika hvors kerfis fyrir sig. Sökum nákvæmni grunnstaðsetninga vedíska kerfisins má segja að vedíska stjörnuspekin sé betur fallin til spádóma heldur en vestræna kerfið en á móti kemur að vestræna kerfið hefur þróað með sér meiri getu til sálgreiningar heldur hið forna vedíska. Því myndi ég ávallt mæla með vesrænum speking ef þig vantar aðstoð við að skilja og styrkja sjálfan þig sem einstakling í því umhverfi sem þú lifir og hrærist, en ef þú vilt fá nákvæma framtíðarsýn, skaltu leita til vedísks stjörnuspekings eða einhvers sem hefur skil á báðum kerfum.

Til gamans má geta þess að að eini vefmiðill landsins með þessa nákvæmu vedísku spá er frettanetid.is

Stjörnuspá Fréttanetsins fyrir júlí