Dúllupabbi með allar bækur sem ég hef skrifað og gefið út saman á veitingastaðnum sínum 🥰🍴

Litla 8 ára ég dansar trylltan gleðidans á hverjum degi yfir því að vera á þeim stað sem ég er á í dag – kynfræðingur og rithöfundur!! 💫

Ég á útgáfuréttinn af öllum mínum bókum, ég keyri þær sjálf út í bókabúðir, geymi eigin lager, árita & sendi í pósti um land allt, ræð fólk í vinnu við það sem ég ekki veit og ekki kann og borga alla reikninga tengdri bókaútgáfu.

Ég fæ svo oft “en er þetta ekki ógurlegt vesen að gefa svona út sjálf? “

Eða, “hvað, vildi ekkert forlag gefa þig út?”

Ég þarf að hafa trú á mér og mínum verkum en einnig að vera tilbúin að leggja á mig vinnuna. Ég hef óbilandi trú á mínum verkum og þykir svo vænt um þau og lesendurna sem þær rata í hendurnar á. Enginn fær að segja mér hvort það sé pláss fyrir mig – ég bý til mitt eigið pláss.

Ekki leyfa öðru fólki að kremja draumana þína – þú mátt skrifa þessa sögu sem í þér býr og gefa hana út. Það er pláss fyrir þig.

Komdu

Vertu velkomin/nn/

📚📖📒📕📗📘📙📖📚

Hverja bókanna minna hefur þú lesið og hverja langar þig að lesa?!

Psssst – kjaftað um kynlíf er uppseld (leynifréttir á nýju ári með hana!!)