Þeir eru margir sem hafa sagt sína skoðun á ástandinu í Bandaríkjunum um þessar mundir, en mótmælin þar í landi haft ómæld áhrif bæði á landsmenn sjálfa svo og út um allan heim. Einn þeirra sem getur ekki lengur orða bundist er leikarinn Dwight Johnson sem sendi í morgun frá sér átta mínútna myndband sem segja má að sé ákall til ónefnds leiðtoga að stíga fram og sinna sínu hlutverki.

Bíða margir þess nú hvort Trump forseti taki orð Dwights til sín og þá hvert hans svar verði – ef hann svarar – en Trump er þekktur fyrir að ráðast harkalega á þá sem gagnrýna hann. Hlustaðu á ákall Dwights: