Á Laugarnesvegi 74 er komin í sölu tæplega 38 fermetra, tveggja herbergi íbúð á efstu hæð í fjórbýli.

Það má með sanni segja að hver fermetri sé nýttur í íbúðinni, sem er afar stílhrein, björt og falleg.

Hugsað hefur verið út í hvert smáatriði og nóg af hirslum og geymsluplássi þó fermetratalan sé lág.

Ásett verð fyrir eignina er 32,9 milljónir en fasteignamatið er rúmlega 25 milljónir.

Fjórbýlishúsið er nánast á horni Lauganesvegar og Laugalækjar og því stutt í Laugardalinn og ýmsar verslanir.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.