Í gær lauk þriggja kvölda Eurovison-gleði finnsku YLE-sjónvarpsstöðvarinnar, Viisukevät 2020, með því að lagið Think About Things með Daða og gagnamagninu var útnefnt það lag sem „hefði fengið 12 stig frá Finnlandi ef keppnin hefði verið haldin“.

Kosið var í tvennu lagi. Annars vegar gáfu dómarar sín stig í dómnefndarhlutanum De Eurovisa og hins vegar áhorfendur í símakosningu í gær. Sigraði Think About Things í báðum tilfellunum.

Þar með liggur fyrir að Ísland sigraði í öllum sárabótarkeppnum sjónvarpsstöðvanna á Norðurlöndum, nema auðvitað Íslandi sem eðli málsins samkvæmt gat ekki kosið sjálft sig.

Í sætum 2-5 í finnsku kosningunum urðu Litháen, Rússland, Sviss og Búlgaría.