Nú þegar lífið er byrjað að færast í áttina að því sem við vorum vön fyrir Covid, þá er gaman að taka saman skemmtilegar myndir af því sem fólk tók sér fyrir hendur í samkomubanninu.

Við vitum að ekki allar hetjur bera skikkjur og það má sjá á  þessari mynd sem við fengum frá Katrínu Alexöndru þar sem  hún er að vinna.

 

Eva Ösk og fjölskylda var orðin þreytt á að vera límd saman allan daginn þannig að þau ákváðu að líma börnin við gólfið.

Sunna Björg tók að sér verkefnið sem við öll þráum en hún ákvað að nýta tímann í að þjálfa hanann Eirík Rauða sem er/var með einsdæmum geðvondur. 

 

Halldóra Arnardóttir og fjölskylda héldu skírnarveislu í fjarfundar stíl og fékk nýjasti meðlimurinn nafnið Hinrik Rúnar.

 

Kristín Linda datt á súrdeigslestina sem stoppaði hjá mörgum Íslendingum. Gott ef hún er ekki bara lestarstjórinn. Fyrir áhugasama þá er mjög öflugur Facebook hópur sem heitir Súrdeig þar sem Íslendingar sýna listir sínar og deila trixum og jafnvel uppskriftum.

 

Íslendingar höfðu litlar áhyggjur af klósettpappír líkt og vinir okkar í Ameríku. Aftur á móti seldust öll lóð og ketilbjöllur upp um leið og Bjössi í World Class skellti í lás. Vigdís Pála var svo heppin að næla sér í búnað. Og það sem meira er, hún er að nota hann. Sem er meira en mörg okkar geta sagt.

 

Guðni lét lóðaleysi ekki stoppa sig  og úrræðasemin hjá honum er með einsdæmum. Við mælum með að fylgja honum á instagram sem gudniklipp.

 

Þetta er ekki ung Daenerys Targaryen og úlfur úr Game of Thrones heldur sýndi Rósa Björk okkur mynd af ömmubarninu sínu henni Rósu Ölvu að elska hundinn sinn Hel.

 

Þórdís Björk dó ekki ráðalaus þó allar knæpur landsins voru lokaðar og skálaði í bjór uppá fjalli, sjáiði 2 metrana ? Ef allar fjallaferðir væru svona myndu eflaust fleiri skoða íslenska náttúru.

 

Ef þið eigiði skemmtilegar myndir úr samkomubanninu megið þið gjarnan senda þær til okkar.