Íslendingur í markið hjá FC Torrevieja.
Kristján Máni Kjartansson er ungur maður á uppleið.


Kristján Máni Kjartansson og Sergio Quesada Ortíz
Kristján Máni Kjartansson er ungur maður á uppleið í spænska boltanum. Kristján var að taka við stöðu markmanns fyrir FC Torrevieja. Kristján er 19. ára og fæddur í Reykjavík og byrjaði snemma eða aðeins sex ára að æfa fótbolta á Íslandi, Kristján spilaði þá meira í sóknar stöðum með Fram. Hann flytur svo með fjölskyldunni til Spánar 2010 og fer að æfa sem markmaður hjá Junior strikers, Kristján Máni hefur lagt hart að sér alla tíð í boltanum og hefur spilað með nokkrum spænskum liðum.
Liðin sem Kristján Máni hefur æft og spilað með á Spáni eru, Junior Strikers, Hamkam CF, Algorfa CF, Racing Playas de Orihuela og undanfarið í Torrevieja C.F. Juvenil A.
Með þeim hefur hann unnið þrisvar sinnum Torrevieja International Cup og spilar nú í meistaradeildinni með FC Torrevieja.
Það er grímuskylda og allir hitamældir áður en þeir fara á völlinn. Þrjú lið í deildinni hafa lent í að smitast af covid en enginn í liði Kristjáns, hann segist ekkert stressaður yfir því að vera fara að spila í faraldrinum. Það sé vel passað upp á allar smitvarnir hjá þeim í FC Torrevieja.
Kristján og félagar æfa nú þrisvar í viku og spila tvo vinaleiki og hafa þeir unnið alla leiki sína. Deildin byrjar 18. október og verður þá keppt í hverri viku og strákarnir ætla sér stóra hluti og sigra deildina í ár. Við óskum þeim alls hins besta og vonum að það gangi vel.
Junior Strikers 2010
HamKam CF 2014
Racing playas de Orihuela 2018
Kristján y Sergio son los guardametas del Torrevieja CF