Leik- og söngkonan Jennifer Lopez, sem yfirleitt gengur undir nafninu J. Lo, deilir mynd af sér á Instagram í fagurgrænum sundbol.

Sólin kyssir Lopez er hún stendur á því sem vestan hafs er kallað „paddleboard“, en Lopez er í fríi á Turks- og Caicoseyjum suðaustan við Bahamaeyjar.

Það má með sanni segja að myndin umrædda hafi kveikt í Instagram og eru ófáir sem skilja eftir eldtjákn við myndina. Sumir dást að útliti listakonunnar en hún verður 52ja ára í sumar. Þetta er langt því frá í fyrsta sinn sem Lopez kveikir í Instagram, en skemmst er frá því að minnast þegar hún birti mynd af sé alsnaktri, auglýsingamynd fyrir nýtt lag, í nóvember í fyrra:

Lopez er og hefur ávallt verið í fantaformi en hún beitir sig líka miklum aga. Hún æfir mikið og borðar eftir ströngu matarplani sem felst meðal annars í því að neita sér um sælgæti og borða lítið af kolvetnum. Lopez innbyrðir nær eingöngu hreina fæðu og drekkur ekki áfengi.

Myndina af Lopez í græna sundbolnum má sjá hér fyrir neðan: