James Mattis var fyrsti varnarmálaráðherrann í stjórn Donalds Trump 2016 og þótti mörgum það vel valið í embættið enda var – og er – Mattis einn virtasti hershöfðingi Bandaríkjanna og öllum hnútum kunnugur innan hersins.

Tveimur árum síðar, eða í desember 2018, var tilkynnt að Mattis hefði ákveðið að láta af störfum og draga sig í hlé á eftirlaunum sem hann var reyndar þegar komin á þegar hann þáði boð Trumps um að taka að sér embættið. Engin formleg ástæða var gefin fyrir afsögn Mattis, einungis sú að hann hefði óskað eftir að fara á eftirlaun eins og hann hafði rétt á.

Hins vegar var vitað að Mattis var mjög ósáttur við bæði Trump sem persónu og stjórnanda og ekki síður við ýmsar ákvarðanir hans varðandi hermál. Geta áhugasamir m.a. lesið um helstu ágreiningsefni þeirra hér.

Í tilefni af afsögn Mattis sendi Trump frá sér eftirfarandi tíst 21. desember 2018 þar sem hann fór fögrum orðum um hann og störf hans í stjórninni:

Mattis lét síðan formlega af störfum í febrúar 2019. Í nokkra mánuði eftir það vildi hann engin viðtöl veita og sagði lítið sem ekkert um raunverulegar ástæður uppsagnar sinnar, en vísaði í formlegt uppsagnarbréf sitt og sagði að í því væri allt sem hann hefði um málið að segja.

Þetta breyttist í ágúst á síðasta ári þegar hann hann útskýrði nánar hvers vegna hann hefði hætt. Var þó eftir því tekið að hann forðaðist að nefna Donald Trump á nafn í þessum aukaupplýsingum.

Seint í gær varð breyting þar á þegar Matthis sendi frá sér yfirlýsingu til nokkurra bandarískra fjölmiðla og má sjá þá yfirlýsingu í heild sinni á PDF eða hér fyrir neðan.

Í yfirlýsingunni sem nefnist „Í sameiningunni er styrkur“ segir Mattis m.a.:

„Ég hef horft á atburði síðustu viku með reiði og hryllingi. Orðin „Allir eru jafnir fyrir lögum eru meitluð í stein yfir anddyri Hæstaréttar Bandaríkjanna og það er nákvæmlega það sem mótmælendur eru að krefjast. Þetta er heilbrigð og sameinuð krafa sem allir ættu að geta fylkt sér á bak við“, segir hann og bætir við að fólk megi ekki láta fámennan hóp lagabrjóta afvegaleiða sig.

Mattis fordæmir síðan allar hugmyndir um að beita hernum á bandaríska borgara, tekur innrásina í Normandí sem dæmi um sameiningu og segir svo í yfirlýsingunni:

„Donald Trump er fyrsti forsetinn á minni ævi sem reynir ekki að sameina þjóðina. Hann þykist ekki einu sinni vera að reyna það. Þess í stað reynir hann að sundra okkur“.

Donald Trump brást skjótt við yfirlýsingu Mattis og eins og búast mátti við gerði hann árás á hann til baka með eftirfarandi tístum:

Ljóst er að yfirlýsing James Mattis mun vega þungt á næstu dögum enda nýtur hann mikils trausts í Bandaríkjunum, ekki síst hjá yfirmönnum í hernum sem hingað til hafa fátt sagt um atburði undanfarna daga.

Yfirlýsing James Mattis í heild sinni

In Union There Is Strength

I have watched this week’s unfolding events, angry and appalled.

The words “Equal Justice Under Law” are carved in the pediment of
the United States Supreme Court. This is precisely what protesters are
rightly demanding. It is a wholesome and unifying demand—one that
all of us should be able to get behind. We must not be distracted by a
small number of lawbreakers. The protests are defined by tens of
thousands of people of conscience who are insisting that we live up to
our values—our values as people and our values as a nation.

When I joined the military, some 50 years ago, I swore an oath to
support and defend the Constitution. Never did I dream that troops
taking that same oath would be ordered under any circumstance to
violate the Constitutional rights of their fellow citizens—much less to
provide a bizarre photo op for the elected commander-in-chief, with
military leadership standing alongside.

We must reject any thinking of our cities as a “battlespace” that
our uniformed military is called upon to “dominate.” At home, we
should use our military only when requested to do so, on very rare
occasions, by state governors. Militarizing our response, as we
witnessed in Washington, D.C., sets up a conflict—a false conflict—
between the military and civilian society. It erodes the moral ground
that ensures a trusted bond between men and women in uniform and
the society they are sworn to protect, and of which they themselves are
a part. Keeping public order rests with civilian state and local leaders
who best understand their communities and are answerable to them.

James Madison wrote in Federalist 14 that “America united with
a handful of troops, or without a single soldier, exhibits a more
forbidding posture to foreign ambition than America disunited, with a
hundred thousand veterans ready for combat.” We do not need to
militarize our response to protests. We need to unite around a common
purpose. And it starts by guaranteeing that all of us are equal before
the law.

Instructions given by the military departments to our troops
before the Normandy invasion reminded soldiers that “The Nazi
slogan for destroying us…was ‘Divide and Conquer.’ Our American
answer is ‘In Union there is Strength.’” We must summon that unity to
surmount this crisis—confident that we are better than our politics.

Donald Trump is the first president in my lifetime who does not
try to unite the American people—does not even pretend to try.
Instead he tries to divide us. We are witnessing the consequences of
three years of this deliberate effort. We are witnessing the
consequences of three years without mature leadership. We can unite
without him, drawing on the strengths inherent in our civil society.
This will not be easy, as the past few days have shown, but we owe it
to our fellow citizens; to past generations that bled to defend our
promise; and to our children.

We can come through this trying time stronger, and with a
renewed sense of purpose and respect for one another. The pandemic
has shown us that it is not only our troops who are willing to offer the
ultimate sacrifice for the safety of the community. Americans in
hospitals, grocery stores, post offices, and elsewhere have put their
lives on the line in order to serve their fellow citizens and their
country. We know that we are better than the abuse of executive
authority that we witnessed in Lafayette Square. We must reject and
hold accountable those in office who would make a mockery of our
Constitution. At the same time, we must remember Lincoln’s “better
angels,” and listen to them, as we work to unite.

Only by adopting a new path—which means, in truth, returning to
the original path of our founding ideals—will we again be a country
admired and respected at home and abroad.

James Mattis