Rannsóknir hafa sýnt að 60% af því sem þú setur á húðina frásogast inn í líkamann, þannig að það skiptir miklu máli hvaða vörur við notum á húðina.

Heimatilbúnir andlitsmaskar eru dásamlegir vegna þess að þeir eru svo ferskir og fljótlegir að búa til. Andlitsmaskar geta bætt ástand húðarinnar mikið. Hunang og jógúrt maskinn örvar blóðrásina, róar húðina, gefur henni raka og dregur úr eiturefnum.

Jógúrt og hunang maski:

  • 1 tsk. Hunang
  • 2 tsk. Jógúrt

Blandað saman í skál, borið á andlit og látið bíða í 20 mín. Skolað síðan af með volgu vatni.

Þessi uppskrift er mild og ljúf og má því nota maskann eins oft og okkur hentar.

Ávinningurinn af maska sem inniheldur jógúrt og hunang er ótrúlegur.

Þessi efni innihalda sink, mjólkursýru (náttúruleg alfa hýdroxý sýru sem hjálpar til við að skola og slétta húðina), kalsíum, B2 (ríbóflavín), B5 og B12. Vertu viss um að nota hreint þykkt jógúrt, helst lífrænt til að ná sem bestum árangri. Hunangið er frábær náttúruleg fæða og gott að bera á húð, gefur raka, er sýkladrepandi og mjög gott á unglingabólur.

Þú ert það sem þú borðar. Mörg okkar þekkja mikilvægi þess að nota sólarvörn og að nauðsynlegt sé að drekka vel af vökva. Húðin gleypir fljótt og auðveldlega. Þess vegna er mjög mikilvægt að nota góða húðvörur.

Að borða hágæða næringarríkan mat sem eru ríkur af próteini, ákveðnum steinefnum og vítamínum hefur ótrúleg áhrif á húðina.

Líkami sem fær nógan raka = glóandi húð.

Góður hollur matur = Góð húð.