Allir Office aðdéndur felldu tár og fengu kjánahroll á sama tíma í þættinum þegar Jim og Pam gifta sig loksins. En í þættinum taka samstarfsmenn þeirra dans sem Michael Scott (Steve Carell) sá á youtube og var hugmyndinni af „flash mob“ stolið frá upprunalega videoinu frá a til ö.

Hér má sjá atriðið úr þáttunum:

John Krasinski stofnaði á dögunum Youtube stöð þar sem hann deilir jákvæðum fréttum. Rásin heitir SomeGoodNews þar sem hann fær marga fræga vini sína í heimsókn til sín, stafrænt.

En fyrir þá sem eru jafnmiklir Office aðdáendur og undirrituð þá mun þetta vonandi gleðja ykkur vonandi jafn mikið en í myndbrotinu fær hann leikarana úr Office til að endurleika þennan fræga dans í gegnum Zoom appið og úr verður stórskemmtilegt video af atriðinu eftirminnilega.

Við mælum svo með að smella á Subscribe á youtube rásinni hans fyrir fleiri ferskar fréttir af internetinu og frá Hollyood vinum hans eins og Brad Pitt, Mörtu Steward, Oprah og fleiri stjörnum sem stoppa við hjá honum.