Við getum öll með sanni sagt að árið 2020 hafi verið ár breytinga, þrenginga og varnarleysis og ég held við verðum öll sátt við að kveðja þetta mjög svo sögulega ár í lífi okkar. Stjörnurnar voru þar sammála okkur, en frá stjörnunum séð voru hörðustu áhrifin í janúar þegar Satúrnus lenti í áflogum við plánetu undirheima og endaloka, Plútó, sem framkallaði áhrif sem hafa iðulega sést á öðrum sögulegum tímabilum sjúkleika og faraldra í heiminum. Út frá stjörnunum séð voru hörðustu áhrifin að verki í janúar en undir lok ársins sjáum við aftur erfið áhrif en þó af öðrum toga og sem marka fyrir okkur flest nýtt upphaf og nýjan tilgang.

Satúrnus og Júpiter tóku höndum saman í lok nóvember og sköpuðu miklar breytingar í tengslum við þau áhrif sem þær miðla til okkar dags daglega. Júpiter færði sig um merki miðjan nóvember og aðstæður hans hafa því tekið umskiptum svo um munar. Hann er ekki lengur í sínu sterkasta merki, þar sem getur stutt og varið sína málaflokka sem og þau hús sem hann ræður yfir heldur í samfloti við sinn erkióvin Satúrnus og undir áhorfi Rahu. Við fáum hér þrjár hægar og kröftugar plánetur inní stöðugasta jarðarmerkið – sem táknar peningamál, efnahaginn, stöðugleika og stoðirnar okkar (sem eru í raun foreldrar fyrir börnin en atvinnuvettvangur fyrir fullorðna). Þegar við tölum um stöðugleika þá er það jarðarmerkið (nautið) sem fjallar um fjárhagslegan stöðugleika en svo þriðja jarðarmerkið sem er steingeitin, sem varðar um stoðir okkar og stjórnsýslu. Satúrnus og Júpiter undir áhorfi Rahu táknar mögulega breytingar á stjórnsýslulögum sem lúta að börnum, menntamálum (sér í lagi kennarastéttina), náttúrulegum auðlindum og notkun fjármuna í stjórnsýslu. Sökum veikburða stöðu Júpiters í þessu merki og undir þessu merki gæti þetta þýtt tímabundið þrengsli eða takmarkanir á þenslu eða möguleika í tengslum við þessa málaflokka. Á nýju ári þegar Júpiter fer svo fer að fjarlægjast takmarkandi áhrif Satúrnusar og nálgast meir eflandi áhrif Rahu munu við sjá einhvern óvæntan umsnúning á þessu (í kringum febrúarlok og marsmánuð). Leyfðu þér því að taka þeim þrengingum sem skapast í lífi þínu núna í kringum jól og áramót með stóískri ró því þrengingar sem eiga sér stað á þeim tíma mun kollvarpast og möguleika umbreyst í sigra, gróða eða vöxt í kringum 26. febrúar og dagana þar fyrir og eftir.

Almennt séð þá eru framkvæmdakraftar plánetanna (Mars og Sól) staðsettar í veikburða vatnsmerkjum fyrri hluta desember en síðla í desember, annars vegar frá 16. desember og svo frá 24. desember, sjáum við þær eflast mikið þegar þær færa sig yfir í eldmerkin sem henta þeim töluvert betur. Undirmeðvitund og kraumandi pirringur minnkar, skýrleiki eykst og framvinda í ljósi betri andlegra skilyrða.

Um miðjan mánuðinn – þann 14. desember á sér stað mikilvægasti sólmyrkvi ársins – sem mun framkalla breytingar fyrir flesta – á vettvang sporðdrekans í hverju korti. Í korti Donald Trumps fellur sporðdrekinn á vettvang heimilis og mun hann þurfa flytja heimili sitt undir þeim áhrifum sólmyrkvans. Ef þú vilt vita um staðsetningu og áhrif sólmyrkvans í þínu korti geturðu sent á mig póst með fæðingarupplýsingum á netfangið fjolabjorkdesign@gmail.com.

HRÚTUR

“Victory belongs to the most persevering.”
Napoleon Bonaparte

Minn kæri frumkvöðull – Á síðustu vikum hefur þín aðalpláneta sveiflast mikið í styrk. Í kjölfarið gætir þú því hafa verið að upplifa óstöðugleika á orkunni þinni, heilsu og krafti. Mars táknar orkuflæðið í líkamanum og í húsi afsölu skapar þreytu, skort á stefnu, einbeitingu og metnaði. Þetta stefnu- og orkuleysi mun syngja sitt síðasta þegar Mars færir sig á afar kröftugan stað í kortinu þínu, innan eigins merkis – frá aðfangadegi til og með byrjun febrúars. Leyfðu þér að fagna og þú getur átt von á mörgum og merkilegum sigrum á þessu tímabili – og þetta gæti varðar einhvers konar keppnisgrundvöll eða stóran sigur á persónulegum grundvelli. Sigurför hrútsins fer senn að hefjast!
Fallegur Venus skapar malavya yoga á vettvangi maka og náinna sambanda til ellefta desember. Þetta framkallar mikla uppsveiflu í munaði, nautnum, listum, listrænni iðkunum eða þátttöku í menningarlegum atburðum. Venus í eigin merki er mjög sterk staða Venusar og skapar ástartilfinningar og tengingar fyrir hrútinn og framkallar einnig styrkingu og góðæri tengslum við í tekjur, eignamál, framkomu og útlit – þetta eru áhrif sem vara til 11. Desember 2020.
Sólmyrkvinn sem á sér stað á fjórtánda þessa jólamánaðar og á að framkalla einhvers konar breytingar hjá öllum lendir í áttunda húsi breytinga hjá hrútnum – í húsi sem einnig táknar endalok. Það má því búast við því að hrúturinn muni vera það merki sem verður mest vart við áhrif þessa sólmyrkva og horfist í augu við einhvers konar endalok – þetta gæti tengst kaflaskiptum í tengslum við listir, fjárfestingar eða börnin þín.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Plútó færa sig yfir á miðhiminn hrútsins en hann hefur verið á vettvangi trúmála, ferðalaga, stuðnings og æðri menntunar síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti hrútsins hefur hann verið á húsi stuðnings, æðri menntunar og trúmála – í kjölfarið skapað áráttukennd eða stjórnunarkennd samskipti í tengslum við stuðning, föður, æðri eða trúarlega þekkingu og/eða kennslu. Plútó fer nú inná vettvang atvinnu og orðstýrs sem hann skapar uppstokkun á atvinnusviði.

NAUT

“Never mistake law for justice. One is ideal, and law is a tool.”
L.E. Modesitt Jr.

Minn kæri – Stakkaskipti eru að eiga sér stað í kortum nautsins og ég ætla að gera mitt besta til að útskýra þau skipti. Í fyrsta lagi hefur líðan þín hefur verið uppá marga fiska síðustu mánuði og hefur þú náð að snúa sálarlífinu hratt og vel við. Satúrnus var um langa hríð að skapa sáran aðskilnað, skilnað, eða erfiðleika í tengslum við sameiginlega sjóði en við því komu góðar lausnir haustið 2019 og síðan þá hefurðu notið friðsældar í sálinni, sem og góðs kynlífs og tekjuflæðis í gegnum viðskiptafélaga eða maka. Þegar Júpiter færði sig undir lok nóvembermánaðar urðu enn á ný stakkaskipti í orkusviðinu þínu varðandi þessa málaflokka. Þú munt sjá að hlutirnir geta tekið hröðum stakkaskiptum og í desember myndast einhvers konar ný úrvinnsla með þessa málaflokka. Upphaflega við algjöra sameiningu Satúrnusar og Júpiters í desember gæti komið upp stór þröskuldur. Desember gæti orðið þungur en hafðu ekki áhyggjur því svo léttir fljótlega á nýju ári og nýjar lausnir gera vart við sig.

Satúrnus er erfið pláneta en nautið er þó svo lukkulegt að Satúrnus er bandamaður hans og veitir yfirleitt upphefð þar sem hann kemur þó hann vissulega haldi áfram að vera hann sjálfur, seinfara og þvermóðskufullur kernnari. Hann hefur verið í nánast heilt ár staðsettur í níunda húsi nautsins og þar hefur hann skapað þungar raunir varðandi lærdóm, sérnám líklegast, stuðning, ferðalög, kennara og frelsi. Satúrnus fyrir unga fólkið á þessum stað skapar oftast sérnám eða háskólanám, oft erlendis til fyrir okkur íslendinga. Þetta gæti hafa verið erfitt og torfarið síðasta árið en með komu Júpiters ættirðu loksins að sjá lausnir gera vart við sig. Fyrir eldri kynslóðina gæti Satúrnus þarna verið að skapa þörf fyrir stuðning og handleiðslu, annað hvort sem þú veitir eða þarft á að halda og átt erfitt með að þiggja. Sum nautin eru í dómsmáli og sinna hægförum skrefum í því öllu saman. Sumir hafa verið í einangrun og upplifað frelsishöft. Hvernig sem Satúrnus sýnir sig í þínu korti kæra naut, að þá er hann að fara að léttast og þó fjármál og kynlíf verði ekki eins gjöfult fyrir þig fyrst eftir breytinguna, fara þó að birtast lausnir, handleiðsla, eða lukka hvað lærdóm Satúrnus varðar, það er að segja: Sérnám, stuðning, ferðalög, frelsi og andlegan kennara, sem ég veit að mun verða þér gjöfult og ánægjulegt.

TVÍBURI

“Obstacles don’t have to stop you. If you run into a wall, don’t turn around and give up. Figure out how to climb it, go through it or work around it.”
Michael Jordan

Minn kæri Tvíburi – Merkúr er mikilvægasta plánetan til skoðunar í þínu korti þar sem hún er ríkjandi yfir kortinu þínu í heild sinni. Ferðalag hennar verður ávallt markandi fyrir þema, stefnu og gæði lífs þíns. Merkúr tekur skýrum stakkaskiptum um miðjan mánuðinn og því mikilvægt að skoða áhrifin í lífi þínu fyrri hluta desember og svo þann síðari.

~~~
Fyrri hluti desember verður þér eilítið strembinn – en til 16 desember eru Sól og Merkúr að ganga ötula göngu sína um aðalvatnsmerki plánetunnar Mars, sporðdrekans. Þarna njóta þær nálægðar við Ketu sem á það til að brjóta niður eða hreinsa í gegnum bruna og sáran sannleika. Þetta verður í hámarki á sólmyrkvanum á fjórtándanum og þarna munu að ölllum líkindum eiga sér stað varanlegar breytingar í tengslum við atvinnuvettvang, rútínu, í keppnismálaflokki eða í tengslum við einhverja óvini eða þröskulda. Sjötta húsið táknar þá þröskulda sem okkur er ljáið í lífinu eða óvild í formi heilsuleysis eða keppinauta og sólmyrkvinn gæti skapað þér einhvers konar keppinauta eða væga heilsukvilla í tengslum við bólgur, niðurbrot vefja, andlega vanlíðan eða einhvers konar sníkjudýr. Ketu situr á þessum vettvangi heilsu í kortinu þínu næsta árið og skapar jafnan furðulega kvilla sem erfitt eru í greiningu og meðhöndlun. Mín ráð til þín er að leita til allavega tveggja sérfræðinga ef heilsubrestur gerir vart við sig en einnig að gefa óhefðbundnum lækningum tækifæri og góða skoðun. Ketu er af öðrum heimi og aðhyllist heldur leiðir andans en líkamans. Bænir, hugleiðsla, föstur og slíkt eru áhrifaríkari undir hans greipum en á öðrum tímum.

Síðari hluti desember verður þér ljúfari en sá fyrri – en þá fer aðalpláneta í hús sambanda og nær þær ágætum styrk. Mars nær miklum styrk í húsi vina og hópastarfs frá og með aðfangadegi og til og með byrjun febrúar. Þetta verður skemmtilegur tími þar sem kraftur, karlmennska, metnaður og háværð einkennir fjörugan félagsskap vina og mögulega íþróttastarfs.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir á áttunda hús tvíburans en hann hefur verið á vettvangi sambanda síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti tvíburans hefur hann verið á húsi sambanda – í kjölfarið skapað áráttukennd og sveiflukennd sambönd með vott af stjórnun og kúgun. Plútó fer nú inná vettvang sameiginlegra fjármála þar sem hann skapar uppstokkun í tengslum við öll sameiginleg fjármál og sameiginlega sjóði. Þetta gæti tengst erfðamálum og skiptasjóðum og verður nýtt þema fyrir næsta áratug. Sambönd gætu í kjölfarið orðið friðsælli og einkennst af meira jafnvægi en áður.

KRABBI

“Children are the blessings of God one gets as a token of good deeds.”
Swapnil Rastogi

Minn kæri krabbi – Fyrstu dagar desembermánaðar munu einkennast af mikilli hamingju, sátt og friðsæld. Flokkurinn þinn, sem ávallt skiptir þig mestu máli, stendur þér nærri og mikið kærleiksflæði rennur um alla kima þinnar fögru tilveru. Heimilið, hjarta og ræturnar þínar sem þér er svo annt um blómstra. Þann ellefta desember mun Venus færa sig og taka sér stöðu ásamt Sól og Merkúr á vettvangi barna, lista, leiks, rómantíkur sköpunar og gleði. Þarna skapast svo sólmyrkvinn á fjórtándanum sem færir fram einhvers konar miklar breytingar í kringum þessa málaflokka. Nýtt barn gæti sprottið upp í vitundina (barn sem þér tilheyrir), börnin þín gætu gert einhvers konar stórar breytingar á sínu lífi og tækifæri til fjárfestinga gert vart við sig (eða breytingar á núverandi eignum).

Sambönd hafa verið þér kröfuhörð minn kæri krabbi, en þetta gæti verið fyrir veikindi maka eða einhvers konar ósamkomulag í tengslum við sameiginleg fjármál, yfirvofandi breytingar eða kynlíf. Þetta mun léttast aðeins þegar Júpiter kemst til liðs við Satúrnus en í kringum tuttugasta þegar tenging þessara verður algjör gæti einhvers konar andstreymi eða heilsubrestur gert vart við sig. Sjötta húsið mun þjást eilítið fyrir þessa miklu tengingu og þörf verður á æðruleysi og málamiðlun í tengslum við ágreining eða veikindi.
Ný staða Júpiters í sjöunda húsi verður góð og gleðileg breyting fyrir krabbann þar sem hann skapar þenslu í samböndum og sambönd við júpitereinstaklinga á borð við börn og andlegan kennara. Þessi áhrif vara til apríl 2021.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Plútó færa sig yfir á sjöunda hús krabbans en hann hefur verið á vettvangi heilsu, rútínu og atvinnumála síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti krabbans hefur hann verið á húsi heilsu og atvinnu – í kjölfarið skapað áráttukenndar neysluvenjur og þörf fyrir skýra rútínu og skipulag. Plútó fer nú inná vettvang sambanda þar sem hann skapar uppstokkun í flestum þínum samskiptum, bæði munu samböndin í lífi þínu breytast, forsendur þínar fyrir löngun þinni í tengingu við fólk, sem og fólkið sem þú verður í tengslum við. Margar og mikilvægar fæðingar munu eiga sér stað í samböndum krabbans á nýju ári, en fyrst gætu nokkur samband þurft að víkja. Leyfðu þessu að fara í flæði og treystu því að nánari og dýpri tengingar bíði þín rétt handan við hornið.

LJÓN

“The secret of your future is hidden in your daily routine.”
Mike Murdock

Bjarta ljónsbarn – Sólin er mikilvægasta plánetan til skoðunar í þínu korti þar sem hún er ríkjandi yfir kortinu þínu í heild sinni. Ferðalag hennar verður ávallt markandi fyrir þema, stefnu og gæði lífs þíns. Sólin tekur skýrum stakkaskiptum um miðjan mánuðinn og því mikilvægt að skoða áhrifin í lífi þínu fyrri hluta desember og svo þann síðari. Frá byrjun desember til sextánda skipa bæði Merkúr og Sól vettvang heimilis, móður, tilfinninga og farartækja. Kröftug sameining þessara tveggja pláneta skapar ávallt status og tekjur fyrir ljónið þar sem Merkúr er kröftug efnislega fyrir ljónsmerkið – þá á þessum tíma tekjur eða áþreifanlegar bætur sem varða þessa málaflokka. Heimilið og hjarta mun blómstra á mjög áþreifanlega máta fyrri hluta desember, samskipti verða afar þægileg, auðveld og hlý með fallegan Venus á þeim vettvangi. Mars hefur setið á erfiðum vettvangi fyrir ljónið, af og á, frá því snemma í vor og þetta hefur skapað erfitt umhverfi í tengslum við föður, lögmenn, stuðning og ráðgjafa, þetta erfiða og andsnúna karma mun taka sér enn erfiðari mynd dagana 9-13 desember þegar Ketu tekur Mars kverkataki og mun þá sérkennileg, óvænt eða furðuleg vandamál birtast en þá líklega aðeins tímabundið. Þetta mun sem betur fer taka enda eftir jól og þú getur fagnað kröftugum, skyndilegum og nánast átakanlega miklum stuðningi í kjölfarið.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Plútó sjálfur færa sig yfir í sjötta hús ljónsins en hann hefur verið á vettvangi fimmta húss síðan 2006. Plútó er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Þess vegna hefur ljónið átt í áráttu og/eða valdabaráttu í tengslum við börn, sköpun og fjárfestingar síðustu fjórtán ár. Áráttan þín færist nú yfir á örlítið þægilegri og ópersónulegri vettvang en það er atvinna, heilsa, skipulag, hreinlæti og rútína og líklegt er að uppstokkun muni eiga sér á vettvangi atvinnu ljónsins um áramót og fyrstu vikur nýja ársins.

MEYJA

“Peace begins with a smile.”
Albert Einstein

Mín Kæra Meyja – Merkúr er mikilvægasta plánetan til skoðunar í þínu korti þar sem hún er ríkjandi yfir kortinu þínu í heild sinni. Ferðalag hennar verður ávallt markandi fyrir þema, stefnu og gæði lífs þíns. Merkúr tekur skýrum stakkaskiptum um miðjan mánuðinn og því mikilvægt að skoða áhrifin í lífi þínu fyrri hluta desember og svo þann síðari.
~~~
Til 16 desember eru Sól og Merkúr að ganga ötula göngu sína um aðalvatnsmerki plánetunnar Mars, sporðdrekans, eða samkvæmt sumum menningum Erninum. Þarna njóta þær nálægðar við Ketu sem á það til að brjóta niður eða hreinsa í gegnum bruna og sáran sannleika. Eitthvað verður hér um kröfuhörð og stíf samskipti við yfirvald, eiginmann eða föður, mögulega sökum útgjalda eða einhvers konar missi sem þú hefur orðið fyrir. Á þessum tíma og alveg til aðfangadags liggur heitur Mars í sjöunda húsi sambanda og skapar eldheit og áflogakennd samskipti í þínum nánustu samböndum, en á tímabilinu frá 9-13 desember liggur Mars undir sjóðheitu áhorfi Ketu sem skapar gríðarlega sár samskipti varðandi skilnað, sameiginleg fjármál, kynlíf, ofbeldi eða einhvers konar endalok. Þessi samskipti munu svo kyrrast tímabundið um fimmtándann en eitthvað verður um skýra og áþreifanlega birtingarmynd þessa hörðu samningarviðræða eftir jól og í janúarmánuði. Fallegur Venus er í miklum styrk til ellefta desember í öðru húsi meyjunnar og skapar meyjunni fallegt útlit, unaðslega fágaðan mat og öfluga sjálfsmynd á þeim tíma. Seinni hluta desember er fallegur Venus svo farinn yfir til sporðdrekans og snýr erfiðum samskiptum í harmonísk og kærleiksrík. Sól og Merkúr taka sér stöðu í húsi hjarta og heimilis sem verða þá fókusinn númer eitt tvo og þrjú og jólin renna í garð. Meyjan elskar yfirleitt bakstur og hreiðurgerð mest merkjanna, fyrir utan auðvitað konung krabba og mun njóta sín til hins ýtrasta.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Plútó færa sig yfir í fimmta hús meyjunnar hann hefur verið á vettvangi heimilis, móður, stöðugleika og tilfinninga síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti meyjunnar hefur hann verið á húsi hjarta og heimilis – og í kjölfarið skapað áráttukenndar tilfinningar og óstöðugleika í málefnum faratækja og heimilis. Plútó fer nú inná vettvang sköpunar þar sem hann skapar uppstokkun í málefnum barna, hugarlífs, sköpunar, fjárfestinga og rómantíkur.

VOG

“A diplomat is a man who thinks twice before he says nothing.”
Edward Heath

Mín kæra ljóðræna vog – Þín aðalpláneta – táknræn fyrir þig, er fegurðargyðjan Venus sem vermir enn þinn rísandi vettvang til og með ellefta desember. Þetta skapar þér tíma hamingju, fegurðar, munaðs, uppskeru og jafnvægis. Þú finnur til mikils kærleiks og ástar og upplifir þig séða og elskaða í þínu lífi. Venus færir sig til annars hús eftir elleftann og við það er stefnubreyting – kærleikurinn þinn færir sig til fjölskyldu, eigna og útlits. Venus í öðru er táknrænn fyrir tímabil þar sem þú stráir kærleik allt í kring, en annað húsið táknar það sem fer inn og út úr munni, og því má gera ráð fyrir að vogin borði besta matinn yfir hátíðirnar og tjái fallegustu orðin.
Mars miðlar áhrifum maka í kortum vogar rísandi og situr því miður til aðfangadags á verkefnaþrungnum stað – á vettvangi ágreininga, heilsubresta og þröskulda. Maki vogarinnar er því líklegur til að vera annað hvort áflogagjarn, í áflogum sjálfur, rifrildagjarn eða hreinlega að berjast við heilsubresti. Þessi áhrif verða einkar þung á tímabilinu frá 9-13 desember þegar eldfim og sár ketuáhorf lenda á Mars og gera hann enn eldfimari en hann er fyrir. Mikilvægt er fyrir alla á þessum dögum að iðka varkárni og nærgætni í samskiptum en slys og áflög verða tíðari en gengur og gerist.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir í fjórða hús vogarinnar en hann hefur verið á vettvangi þriðja húss síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Þess vegna hefur vogin átt þrálát, átakanleg og stjórnunarmiðuð samskipti í lífi sínu síðustu fjórtán ár. Áráttan færist núna yfir á vettvang heimilis og hjarta og líklegt er að uppstokkun muni eiga sér á heimili eða heimilisaðstæðum vogarinnar um áramót og fyrstu vikur nýja ársins.

SPORÐDREKI

“Nothing is as important as passion. No matter what you do with your life, be passionate.”
Jon Bon Jovi

Mánuðurinn hjá sporðdrekanum skiptist eilítið í tvennt eins og hjá nokkrum öðrum merkjum í desember mánuði. Fyrri hlutinn einkennist af samstöðu Merkúrs og Sólar á rísandanum sem framkallar áhrifaríka, framamiðaða og sterka framvindu. Sólin á rísandanum er þekkt fyrir að ljá okkur mikla útgeislun og kröftuga nærveru sem ljáir okkur aukna orku, mikið ljós og áhrifavald sem kemur frá innri útgeislun, sérstaklega þegar miðillinn Merkúr er með honum. Frá 28 nóvember til 16 desember mun status, atvinna eða stjórnsýsla skapa þér tekjuflæði en þegar Venus finnur sér leið með fyrsta jólasveininum á elleftanum skapast heldur betur ástríður í lífi þínu. Venus í sporðdrekamerkinu hefur ávallt verið tákn frjórra og skapandi krafta og hjá þér er þetta í húsi líkama, svo ástríðan mun reka lífið þitt þegar Venus tekur sér þessa skemmtilegu stöðu.

Aðalplánetan í kortinu þínu – Stríðsguðinn Mars – er í góðri framvindu allan desember og skapar skýrt hugarlíf og stefnu í kringum sérstaklega fjárfestingar, börnin þín eða skapandi verkefni. Hann færir sig hins vegar á aðfangadag og rennur þá inná kröftugan keppnisgrundvöll og nær þar gríðarlegum styrk. Þetta er mikil eldastaða og eldfim bæði í húð og hár, svo farðu gætilega, farðu vel með tímann þinn, drekktu nóg af vatni og reyndu fyrst og fremst að ná góðum svefni. Mars verður þarna líka allan janúar og mun heyja þar mikla baráttu sem þú munt leysa listilega vel og fyrir rest sigra. Sólmyrkvinn á fjórtándanum lendir á rísandanum þínum og gæti skapað breytingar á líðan og líkama. Ég hvet þig eindregið til að borða létt þennan daginn og verja deginum í ró og næði ef þú hefur tök á því.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir í þriðja hús sporðdrekans en hann hefur verið á vettvangi fjölskyldu, tekna og neysluvenja síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti sporðdrekans hefur hann verið á húsi fjölskyldu, sjálfsmyndar og neyslu – og í kjölfarið skapað áráttukenndar neysluvenjur, tíðar breytingar og dauðsföll í fjölskyldu sem og sveiflur og óstöðugleika í fjármálum. Plútó fer nú inná vettvang samskipta þar sem hann skapar uppstokkun í samskiptum, orku, ferðalögum og skriftum. Á þessum vettvangi snertir Plútó minna á persónulegum málaflokkum og því mun auðveldari viðureignar heldur en síðasta áratuginn.

BOGMAÐUR

“Friends are siblings God never gave us.”
Mencius

Mánuðurinn hjá bogmanninum skiptist eilítið í tvennt eins og hjá nokkrum öðrum merkjum í desember mánuði. Fyrri hlutinn einkennist af afsölu, einveru og innra ferðalagi leyndardóma, kynlífs, drauma og vitundarinnar. Þetta er mánuður þar sem andleg ferðalög verða kröftug og gjöful. Andlegur kennari gæti komið til liðs við þig í þessu og sá andlegi kennari ekki endilega sjáanlegur heldur hinum megin við sjónarsviðið. Á þessum fyrstu dögum mánaðarins er Venus í sérstaklega í miklum styrk í húsi vina, gróða og markmiða, hér gæti kona með völd komið þér til hjálpar og verið þér innan handar. Á þessum dögum frá 11. Desember til 19 desember eru allar þrjár Venus, Sól og Merkúr á þessum kröftuga andlega vettvangi og þú getur átt von á tíma þar sem afsala, útgjöld og fórnir verða miklar en einnig mikil tenging og æðruleysi. Á nítjándanum taka Merkúrs og Sól sér stöðu á rísandanum sem framkallar áhrifaríka, framamiðaða og sterka framvindu á sér í lagi orðstír og frama. Sólin á rísandanum er þekkt fyrir að ljá okkur mikla útgeislun og kröftuga nærveru sem ljáir okkur aukna orku, mikið ljós og áhrifavald sem kemur frá innri útgeislun, sérstaklega þegar miðillinn Merkúr er með honum.

Í lokin langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir í annað hús bogmannsins en hann hefur verið á vettvangi líkama og heilsu síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti bogmannsins hefur hann verið á rísandanum og sent áhorf sitt á hús sambanda – í kjölfarið skapað áráttukennda maka og mikið af róti og stjórnun í samböndum. Þetta gæti hafa verið tengt atvinnusamböndum en líklega samt oftast í persónulega lífið. Plútó fer nú inná vettvang fjölskyldu og skapar þar uppstokkun í tekjuflæði, fjölskyldusniði, tjáningu og líklega útliti um áramót og fyrstu vikur nýja ársins. Þessar breytingar eru stórar og mikilvægar og munu líklega vara næsta áratuginn eða meir.

STEINGEIT

“There is virtue in work and there is virtue in rest. Use both and overlook neither.”
Alan Cohen

Mín kæra dugmikla geit – fyrri hluti desember verður gróðrasamari og að mörgu árangursríkari en sá seinni. Frá og með sextándanum og yfir hátíðirnar verður hvíld og endurhæfing í forgrunni hjá þér mín kæra, en fyrri hlutinn snýst um að klára markmið, verkefni og kröfuhart hópastarf. Þetta gæti verið tengt einhvers konar námi eða þjálfun og mun hafa lærdómsríkan tón í það minnsta. Venus vermir atvinnuhús og skapar þér velvild yfirmanna og samverkafólks, en Venus færir frið og jafnvægi þar sem hún kemur við á sínum ferðalögum. Hjá sumum steingeitin mun ástin banka uppá í vinnunni eða í gegnum vinnuna.
Mars hefur legið á samskiptavettvangi síðustu vikur og verið þar í meðal annars afturgír – þetta skapar þung, kröfuhörð og mögulega pirruð samskipti varðandi þá helst vini, móður eða heimilið. Á tímabilinu frá 9-13 desember lendir áhorf frá elddrekanum Ketu á Mars og færir einhver sveiflukennd, furðuleg og/eða eldheit vandamál í tengslum við heimilið, brjóst, tilfinningar, vini, hópastarf eða eldra systkin. Erting á brjóstsvæði eða brjóstsviði væru einkennandi og einkenni sem þá koma og fara.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir á rísanda steingeitarinnar en hann hefur verið á vettvangi afsölu, einveru, kynlífsog missi síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti steingeitarinnar hefur hann verið á húsi afsölu og einveru og sent áhorf á vettvang heilsu – í kjölfarið skapað áráttukenndar neysluvenjur, afsölu og þörf fyrir einveru eða flótta. Plútó fer nú inná vettvang rísandans þar sem hann skapar uppstokkun í sjálfsmynd, ábyrgð og persónulegum krafti. Margar og mikilvægar fæðingar munu eiga sér stað í lífi steingeitarinnar á nýju ári og munu þær einkennast af nýfæddri sjálfsvirðingu og þörf fyrir líkamlega og persónulega styrkingu.

VATNSBERI

“Hardships often prepare ordinary people, for an extraordinary destiny.”
C.S. Lewis

Minn kæri mannvinur – Síðastliðið ár hefur rísandi plánetan þín legið á húsi afsölu og einveru – líkur eru því á að þú sért búinn að fá þig fullsaddan af íhugun og sjálfsskoðun. Svefn gæti einnig hafa verið að valda þér vandræðum á þessum tíma. Í lok nóvember færði Júpiter sig yfir til steingeitarinnar og skapaði töluvert léttara umhverfi fyrir þig – Júpiter skapar almennt blessanir og þenslu og vinnur gegn þeim takmörkunum sem Satúrnus hefur staðið markvisst fyrir síðastliðið ár. Þú getur því leyft þér að hlakka til góðra breytinga á næstu mánuðum og töluverðum létti þegar það kemur að útgjöldum, einangrun, einveru og missi. Líkur er yfirgnæfandi á því að aðstoð berist þér og blessanir renni þér skaut, sérstaklega eftir áramótin þegar Júpiter fjarlægist mestu nærveru Satúrnus og nær meiri og kemst nær Rahu áhorfinu sem er styrkjandi fyrir hann.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Pluto færa sig yfir á tólfta hús vatnsberans en hann hefur verið á vettvangi gróða, vina, markmiða, drauma og hópastarfssemi síðan 2006. Pluto er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti vatnsberans hefur hann verið á húsi drauma og markmiða – í kjölfarið skapað áráttukennda þörf fyrir markmiðasetningu, félagsskap og draumsýnir. Plútó fer nú inná vettvang þar sem áráttan fer inná við inní endurhæfingu, drauma, sjálfsskoðun og hvíld.

FISKUR

“The day you decide to do it, is your lucky day.”
Japanskt orðatiltæki

Minn fagri fiskur – desember er góður mánuður í þínu dagatali og stjörnurnar að stíga á jákvæðar stöðvar til þinnar styrkingar og hamingju. Plánetan Mars er öflug fyrir þitt kort og á það til að stuðla að framvindu heppni og vaxandi viðurkenningar fyrir þig ef hún rennur um kraftmiklar staðsetningar á borð við rísandann og miðhiminn. Mars hefur þó mjög óstöðugur í ferðum sínum síðustu mánuði og þetta verið til þess að skapa þröskulda í tengslum við fjölskyldu og innkomu. Mars hefur á þessum tíma verið að renna inn og út úr húsi líkama og heilsu fyrir þig og á þeim tíma mögulega skapað pirring, hita, bólgur, hvatvísi og jafnvel átök í einhverju samhengi. Mars verður á húsi heilsu og líkama fram til aðfangadags en færir sig þá öflugri vettvang. Mars kemst þarna yfir í sitt eigið merki, nær miklum styrk og verður þar til byrjun febrúars. Þarna verður hann fær um að skapa þér afar öflugt tekjuflæði, vaxandi status og áhrif, áhrifaríka og kraftmikla tjáningu og samskipti – og þá sérstaklega innan fjölskyldunnar. Tjáning þín og útlit mun einkennast af sjálfsöryggi, útgeislun og metnaði. Þetta verður tímabil þar sem mikil lukka skapast í tengslum við tekjuflæði og stuðningur fyrir þig og þína nánustu birtast hvívetna.

Í lokinn langar mig að vekja athygli þína á því að á síðasta degi ársins þann 31. Desember 2020 – mun Plútó færa sig yfir á ellefta hús fisksins en hann hefur verið á vettvangi frama og orðstírs síðan 2006. Plútó er mjög frumstæður kraftur og í eðli sér færir endalok og ný upphöf. Hann skapar áráttukennda orku sem fær okkur til að þrálátast yfir þeirri staðsetningu sem hann skipar. Í korti fiskins hefur hann verið á húsi atvinnuvettvangi og sent áhorf á vettvang heimilis – í kjölfarið skapað áráttukennd og/eða stjórnsöm samskipti á heimili og í samskiptum við yfirvald eða samverkafólk. Plútó fer nú inná vettvang þar sem hann skapar uppstokkun í markmiðum fisksins og skyndilega eins og fyrir töfra verða draumar hans og væntingar í lífinu afar mikilvæg og djúpstæð árátta skapast við að finna þeim farveg.

Ég óska ykkur öllum hamingjuríkra og friðsælla hátíða,
Ást og Friður,
Fjóla