Ljósmyndarinn Joakim Eskildsen ákvað árið 2011 að mynda fólk í Bandaríkjunum sem hefur orðið undir í baráttunni um sómasamlegt líf. Lent í fátækragildrunni svokölluðu.

Fólkið sem Eskildsen myndar á það sameiginlegt að lifa undir fátækramörkum og búa sumir á götunni, undir brúm eða í almenningsgörðum.

Fátækt fer ekki í manngreiningarálit og getur hver sem er lent í gildrunni fyrrnefndu, sérstaklega í efnahagssveiflum sem einkenna bandarískt þjóðfélag.

Með tímanum ákvað Eskildsen að safna myndunum saman í bók, sem nú er komin út og heitir American Realities. Sýnir bókin svart á hvítu að ameríski draumurinn getur svo sannarlega breyst í martröð fyrir suma.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bókinni, en meira um verkefnið má lesa hér.