Það voru margir sem þurftu að finna sér nýtt áhugamál sem hægt er að sinna heima, þegar Covid-19 skall á. Eitt af því sem margir Íslendingar tóku sér fyrir hendur var að byrja að baka eins og enginn væri morgundagurinn. Gleðin var skammvinn og áður en við vissum af var allt ger uppselt á landinu. Bakstursáhugamenn þurftu ekki að hafa áhyggjur, því í súrdeigsbakstri getur þú sleppt gerinu.

Áður en lengra er haldið þarftu samt að búa til Súrdeigsmóðir/mömmu og sinna henni jafnvel og þinni eigin móður. Jafnvel betur, því hún þarfnast þolinmæði og daglegs viðhald. Möguleiki er að svindla á þessu ferli með því að fá afleggjara (sum bakarí selja súrdeigs afleggjara og í hópnum súrdeigið á Facebook hefur fólk fengið að lauma sér í súrdeigsmóður hjá öðrum áhugamönnum innan hópsins). Sumar súrdeigsmæður hafa lifað innan fjölskyldna í gegnum margar kynslóðir og gefið af sér súrdeig í hundruði jafnvel þúsundi ára.

Það hafa margir íslenskir sérfræðingar í súrdeigi skrifaðar góðar leiðbeiningar á að koma þér af stað og aðferðirnar eru svipaðar en ekki endilega eins. Ef það vottar fyrir áhuga hjá þér þá mælum við með að þið skoðið  heimasíðu kokku.is og  heimasíðuna hja hanna.is en hún er einnig með svo margar girnilegar uppskriftir að maður getur ekki annað en að fá fiðring fyrir því að setja í eina súrdeigsmömmu. Þá er Ragnheiður Maísól á vefnum Nýbakað einn af okkar fremstu súrdeigsbökurum og heldur hún einnig úti hópnum Súrdeigið á Facebook.

Hvort sem þú notar Instagram til að uppfylla tómarúm í lífi þínu eða skoða girnilegar matarmyndir þá mælum við með að skoða instagram hjá þessum súrdeigssnillingum hér fyrir neðan

hanna.is er áhugabakari og ef við eigum að segja ykkur alveg satt þá vildum við óska þess að hún væri súrdeigsmamman okkar. Hún vísar í flestum færslum á Instagram í uppskriftir á síðunni sinni sem er ávallt ákveðinn gæðastimpill. 

Ragnheiður Maísól (Nýbakað) er líka virka á Instagram og með dásamlega girnilegar uppskriftir og myndir af súrdeigsbakstri. Svo við vitnum í orð hennar beint: „Það hefur enginn grætt jafn mikið á Covid19 og súrdeigið“

Helga Gabríela er matreiðslumaður að mennt og það er magnað að fylgjast með henni töfra fram súrdeigsbrauð og fleira girnilegt. Að auki er hún öflug í líkamsrækt og lyftir oftar og meira heldur en flestir.

Þá hefur Marínó Flóvent lengi verið áhugamaður um súrdeigsbakstur og heldur hann úti kennsluvef á Youtube þar sem hann kennir okkur ýmsar uppskriftir og heilræði í súrdeigsbakstri. 

 

Nú þegar þið hafið kynnt ykkur helstu trixin í bransanum er ekki seinna vænna en að ná sér í hveitipoka og volgt vatn og byrja á þinni eigin súrdeigsmóður. Þið megið þá endilega skilja eftir athugasemdir við þessa færslu ef þið hafið verið sjálf að baka úr súrdeigi og viljið deila með okkur.