Þið þurfið alls ekki að vera á ketó mataræðinu til að njóta þessarar súpu, en uppskrift fann ég á síðunni Skinny Taste. Þessi súpa er meinholl og rosalega góð, frábær stríðsmaður í baráttunni gegn haustsleninu.

Miðvikudagur – Ketó-súpa

Hráefni:

1/2 lítill laukur, skorinn í teninga
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórir kúrbítar, skornir í stóra bita
1 l kjúklinga- eða grænmetissoð
2 msk. fituskertur sýrður rjómi
salt og pipar
rifinn parmesan ostur

Aðferð:

Blandið kjúklingasoði, lauk, hvítlauk og kúrbít saman í stórum potti yfir meðalhita og náið upp suðu. Lækkið hita, setjið lok á pottinn og sjóðið í um 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið síðan sýrðum rjóma út í. Smakkið til og saltið og piprið eftir þörfum. Berið fram og skreytið með parmesan osti.