Ég fann þessa uppskrift á vefsíðunni Easy Chicken Recipes og mun geyma hana að eilífu! Þessi spjót eru algjört lostæti og eitthvað sem allir í fjölskyldunni elska. Njótið!

Satay kjúklingaspjót

Hráefni:

680 g kjúklingalæri, úrbeinuð
1 bolli hnetusmjör
1 bolli kókosmjólk
2 msk. sojasósa
1 msk. sæt sojasósa
½ msk. hvítlaukskrydd
½ msk. engiferkrydd
1 tsk. chili krydd
½ tsk. salt
2 súraldin
½ tsk. sesamfræ
1 msk. ferskt kóríander, saxað
½ tsk. chili flögur

Aðferð:

Skerið kjúklinginn í bita. Blandið hnetusmjöri, kókosmjólk, báðum sojasósunum, hvítlaukskryddi, engiferi, chili kryddi, salti og safa úr súraldinunum saman í skál. Blandið helmingnum að sósunni saman við kjúklingabitana. Nuddið kjúklingnum upp úr sósunni og látið marinerast í ísskáp í 3 klukkustundir. Hitið ofninn í 175°C. Þræðið kjúklingabitana á spjót og setjið smjörpappír á ofnplötu. Raðið kjúklingaspjótunum á plötuna og eldið í um 20 mínútur. Takið úr ofninum og stráið kóríander, sesamfræjum og chili flögum yfir. Berið strax fram með restinni af sósunni.