Það er óhætt að segja að hin tíu ára Roberta Battaglia hafi komið, sungið og sigrað í nýjasta þætti America’s Got Talent-hæfileikakeppninni þar sem hún söng lagið Shallow úr myndinni A Star is Born. Hún fékk að launum standandi lófaklapp og Sofia Vergara, sem nú gegnir hlutverki eins af dómurum keppninnar, smellti á gullhnappinn svokallaða en það þýðir að Roberta fer beint í „live“-keppnina sem reiknað er með að fari fram í ágúst.

Sjáið frammistöðu Robertu hér … og fyrir neðan má sjá hana syngja þrjú lög á kanadískri tónlistarsamkomu í fyrra.