“You are never too old to set another goal or to dream a new dream.”
C.S. Lewis

Þetta er árið þar sem þú munt skapa þér ný markmið og jafnvel óvenjuleg eða sérstök markmið. Að hreinlega skoða hvaða gömul markmið eru þér enn mikilvæg og hvaða nýju markmið eiga erindi. Þú munt fá heilmikla handleiðslu við þetta svo leyfðu þessu að eiga sér stað á eigin hraða.

Venus er pláneta sem ávallt er kröftug fyrir krabbann og skapar sterka Malavya yoga í korti krabbans eftir sextánda nóvember. Við þetta skapast mikill friður í lífi krabbans og blessanir sem lúta að heimili, fasteignamálum, móður, ást og fegurð. Þessi yoga á sér stað í hjartastöð og blómstrar hjartastöð krabbans sem aldrei fyrr. Ástin finnur sér leið heim á við og í hjarta krabbans á þessum tíma. Eins og við vitum að þegar ræturnar blómstra þá blómstrar allt tréð.

Mikil vernd hefur legið yfir heilsu, andstreymi, óvild og slíkum málum og því eru flestir vinir í kringum krabbann þessa dagana. Einhvers konar varnarleysi varðandi þessi mál birtast þér í nóvember og sérstaklega á 10-11 nóvember en vertu þó alveg pollrólegur kæri vinur minn því þetta er bara stefnubreyting sem mun færa fram blessanir og nýja einstaklinga inní líf þitt.

Á tuttugasta nóvember færir Júpiter sig yfir í steingeitina og við það breytingar á samböndunum í lífi þínu – sér í lagi þessi daglegu og nánustu. Fólkið í lífi þínu fer við þessa breytingu að farnast betur og vernd kemst yfir fólkið þitt. Þetta er vernd sem heldur sér markvisst til næsta hausts – að þó undanskildum tímanum rétt yfir jólin þegar Satúrnus nær að kaffæra Júpiter og þrengsli skapast um allan heim.