Í júní voru kröfuhörð verkefni í tengslum við orðstír og frama í kortum krabbans. Visst varnarleysi vegna óstöðugleika og sameiginlegra fjármála gerði vart við sig í nokkrar vikur, en kaflaskipti áttu sér stað í lok júní. Þessi kaflaskipti eru kærkomin sökum þungra útgjalda í júní og júlí en atvinnumál í júlí munu einkennast af mikilli heppni, stuðningi og vaxandi styrk. Vöxturinn verður hægur en þó stöðugur. Í júlí máttu búast við mikilli þenslu í atvinnuálum sökum staðsetningar Júpiters á þeim vettvangi frá fyrsta degi. Júpiter færir einnig fjárhagsleg tækifæri, skapar líkur á útgáfu og tengsli við tekjutengdan stuðning. Fjárfestar eru líklegir. Vinir og hópastarf mun einkennast af kærleika.

Kæri krabbi, ástarmálin blómstra í júlí, en mögulega þar sem þú síst átt von á. Þú verður mögulega ástfanginn af nýjum eða gömlum vini og neistar gætu farið að fljúga. Góður vinur er orðinn ástfanginn og líklegur til að sýna rómantískan áhuga. Þessi áhrif eru nokkuð sterk þar sem Venus hefur staldrað við í nokkra mánuði á þessum stað og áhrifamáttur hans styrkist við hvern dag sem hann liggur í nautinu.

Heimilið verður uppspretta mikils félagslífs og vinir sækja þig heim í júlí. Mikið verður um partý og uppákomur hjá krabbanum í júlí en hjartað blómstrar svo sannarlega í kjölfarið því fjölskyldan og samfélagið er ávallt krabbanum mikilvægast öllu.