Hann skilur vel að til að öðlast langvarandi hamingju verðum við að næra ekki bara okkur sjálf, heldur einnig fólkið í okkar nánasta umhverfi. Að vera móðir, að næra vini og vandamenn, að styðja og styrkja náungann er oft kjarninn í lífi krabbans, á einn eða annan hátt. Margir krabbar leiðast þannig í prests eða ráðgjafastörf sem ljá honum burði til að iðka þetta hjartnæma örlæti út á við. Þetta er árið í lífi krabbans sem snýst um stífar málamiðlanir við annað fólk. Líklegt er að sambönd verði þung, kröfuhörð, flókin og stíf á þessum tíma en lærdómurinn er að liðka ennfremur þennan eiginleika sem krabbinn á sterkastan. Þessi lærdómur gæti tekið á sig margar birtingarmyndir, maki gæti veikst, þarfnast umönnun og eigin þarfir þannig neyðst til að fara í bakgrunn, viðskiptafélagi gæti skyndilega farið að krefjast nýrra aðstæðna í samskiptum og þú neyðist til að standa vörð um þína hagsmuni og setja mörk. Að eiga við fólk og málamiðla verður þyngra áður en hér er karma að banka uppá.

Sumarið verður dásamlegur tími fyrir krabbann, frá lok mars til lok júlí – Venus tók sér stöðu í húsi vina, félagslífs og markmiða í lok mars og mun þar styrkja tengsli við yndislega vini í gegnum mat, partý og ýmsar uppákomur. Markmið í tengslum við listir, fegurð, konur, tísku eða munað gætu farið að kræla á sér og þú munt njóta mikils árangurs í því.

Merkúr er sterkur í tólfta húsi krabbans í allt sumar – Þetta hefur í för með sér miklar draumfarir þar sem Merkúr er þarna tengdur hinum yfirnáttúrulega Rahu og skapar tengingar við æðri svið og andlega orku. Mikil samskipti við æðri mátt krælir á sér bæði í hugleiðslu og í draumi. Þetta er sumarið þar sem krabbinn þyrfti að temja sér að hafa draumadagbók á náttborðinu. Kröftug og árangursrík viðskiptatengd samskipti eða skrif við erlenda aðila munu einnig láta kræla á sér undir þessum sömu áhrifum.